Sem kunnugt er varð ekki samkomulag um sameiginlegt R-listaframboð í Reykjavík. Eins og við mátti búast eru menn ekki á einu máli um hvað varð þess valdandi að samkomulag náðist ekki.
Það verður ekkert “Laugardagskvöld með Gísla Marteini” í sjónvarpinu í vetur, því miður fyrir okkur eldri borgarana sem áttum þar hauk í horni og gleðinnar fasta punkt í annars dapurlegri dagskrá Ríkissjónvarpsins.Gilli sækist nefnilega eftir því, enda þjóðþekktur orðinn af góðu einu, að verða borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum.