Fara í efni

Greinasafn

September 2007

ÍSLAND  Í DAG EÐA ICELAND TODAY?

ÍSLAND Í DAG EÐA ICELAND TODAY?

Á Íslandi í dag dásama menn útrásina svokölluðu og hrópa ferfalt húrra fyrir auðmönnum sem gefa milljarð „úr eigin vasa“ í Háskólann í Reykjavík.  Voru það ekki annars eitt þúsund milljónir sem Róbert Wessman var að láta af hendi rakna? Menntamálaráðherra segir að þetta sé framtíðin og rektor Háskóla Íslands tekur undir.  Sem bakrödd í þessum kór, sem nú syngur óð til auðmagnsins, birtist síðan bankastjóri Landsbanka Íslands á síðu 13 í mánudags-Mogga og segir okkur að það „kunni að reynast óhjákvæmilegt fyrir íslensk fjármálafyrirtæki að taka upp ensku sem vinnumál í höfuðstöðvum sínum á Íslandi“.

ÞARF AÐ FRELSA SAMFYLKINGUNA FRÁ ÍHALDINU!

Ég velti því fyrir mér hvers vegna þú hamast svona í Samfylkingunni, Ögmundur. Maður opnar ekki blað án þess að þú sért þar uppi með ásakanir og köpuryrði í garð Samfó.
ATLOTIN Á FLEKASKILUNUM

ATLOTIN Á FLEKASKILUNUM

Sæll Ögmundur.Tíðar hafa myndbirtingarnar verið hér á síðunni af kossaflensi forsætis- og utanríkisráðherra á Þingvöllum snemmsumars.
HVAR ERU KRATARNIR?

HVAR ERU KRATARNIR?

Birtist í Blaðinu 18.09.07.Ekki hef ég alltaf verið sammála Krötum í gegnum tíðina. Stundum hef ég þó verið það.

ÞJÓÐLEGT STJÓRNMÁLAAFL VERKALÝÐSHREYFINGARINNAR!

Kæri Ögmundur... Það er gott að sjá launafólk vera byrjað að þjappa sér saman undir kjörorðinu “ALLIR FYRIR EINN OG EINN FYRIR ALLA!”   Þetta er góð byrjun, en verður ekki farsælt fyrr en ALLT LAUNAFÓLK, tekur höndum saman, bíti á jaxlinn og gerist samhelt stjórnmálaafl í þjóðfélagi voru! Höfum ofarlega í huga að andstæðingurinn er vel skipulagður, svífst einskis og hefur ótakmarkaða peninga að baki sér, en vill meira.

PÓLITÍSKAR ÁKVARÐANIR Í HEILBRIGÐISKERFINU

Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands, var í viðtali á Morgunvakt Ríkisútvarpsins í vikunni að ræða um ný heilbrigðislög en í þeim hefur verið boðað að ekki verði lengur krafist heimildar heilbrigðisráðuneytisins til að reka ákveðna heilbrigðisstarfsemi.

HVAR ERU JAFNAÐARMENNIRNIR?

Sæll Ögmundur.Ég var að lesa pistlana þína á vefsíðuni sem eru allir hver öðrum betri.  Þú mátt vera hreykinn af vefsíðuni, hún er til fyrirmyndar! Það er von að þú spyrjir “Hvar Eru Kratarnir,” eða öllu heldur JAFNAÐARMENNIRNIR, því Jafnaðarmennirnir virðast hafa horfið með Jóni syni Hannibals en kratar sem nú kalla sig Samfylkingu virðast mér ekki beinlínis vera til að hrópa húrra fyrir - meira í ætt við Blair hinn breska en alvöru Jafnarðamenn með stórum staf! Ég er einna mest hissa á hvernig Össur Skarphéðinsson og hans fylgjendur geta þolað svívirðuna, getur það virkilega verið að aurarnir freisti?  Af hinum gat ég búist við öllu þannig að þeir valda mér síður vonbrigðum - þótt aumari séu!  Þetta er sama spurningin sem var spurð hér áður, “hvar alvöru Framsóknarmennirnir væru.” Þeir virtust hverfa af sjónarsviðinu með Steingrími Hermannssyni, og eftir varð  - með örfáum heiðarlegum undantekningum í framvarðarsveitinni - lítilmótlegur, óþjóðlegur sjálftökuhópur.

OPIÐ BRÉF TIL GEIRS OG INGIBJARGAR

Birtist í Morgunblaðinu 18.09.07.Nýlega ákvaðst þú, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem utanríkisráðherra lands okkar, að kalla heim eina Íslendinginn sem var starfandi í Írak á vegum hernámsliðsins, hálfum mánuði áður en viðkomandi átti að snúa heim.
LAUNAFÓLK BYRJAÐ AÐ ÞJAPPA SÉR SAMAN

LAUNAFÓLK BYRJAÐ AÐ ÞJAPPA SÉR SAMAN

Fréttir berast nú af undirbúningi komandi kjarasamninga. Félög innan ASÍ eiga lausa samninga um áramótin en félög innan BSRB á komandi ári fyrir utan Póstmannafélag Íslands en samningur þeirra rennur út fyrir áramót.
KJARAKÖNNUN SFR: AUKIÐ MISRÉTTI

KJARAKÖNNUN SFR: AUKIÐ MISRÉTTI

Á undanförnum dögum hefur SFR, Stéttarfélag í almannaþjónustu, stærsta aðildarfélag BSRB birt mjög svo merkilega kjarakönnun, sem viðsemjendur félagsins verða að gefa gaum að í komandi kjarasamningum.