18.03.2008
Ögmundur Jónasson
Skyldi vera eitthvað í Codex edicus læknanna um það hvenær sé við hæfi að koma fram í hvítum læknasloppi í pólitísku viðtali og þá hvenær rétt sé að láta sloppinn hanga á snaganum? Að sumu leyti hefði mér fundist heiðarlegra af Þorvaldi Ingvarssyni,1.varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins í N-austurkjördæmi að klæðast jakkafötum, jafnvel teinóttum, í fréttaviðtali við Sjónvarpið í kvöld þegar hann talaði fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum.