Ég fylgdist með umræðunni um einkaþotuleigu ríkisstjórnarinnar á Alþingi og kom það mér óneitanlega á óvart af hve mikilli heift forsætisráðherrann varði ráðslag ríkisstjórnarinnar.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, var ekki í góðu jafnvægi á Alþingi í gær þegar hann var beðinn um að útskýra flottræfilsháttinn í ferðamátanum sem ríkisstjórn hans væri farin að temja sér. Ekki vildi ráðherrann upplýsa kostnað ferðalaganna með einkaflugvélum að undanförnu en sagði að í því væri fólginn tímasparnaður að ferðast með einkaflugvélum. Svo hefði fjölmiðlafólk fengið ókeypis far! Þetta upplýsti forsætisráðherrann hróðugur á Alþingi í dag.
Fyrir kosningar kynnti Samfylkingin umhverfisstefnuskrá sína „Fagra Ísland". Sunnudaginn 30. mars ræddi stjórn Samfylkingarinnar Grænt hagkerfi á fundi sínum en framsögu hélt umhverfisráðherra Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Bandarískur hergagnaiðnaður stendur í þakkarskuld við George Bush, Bandaríkjaforseta. Hann hefur beitt sér fyrir hervæðingu Bandaríkjanna af meiri krafti en flestir fyririrrennarar hans á forsetastóli.
Legg til að Íslenska ríkið stofni ríkisbanka, sem gæti heitið til dæmis Þjóðarbankinn og undirbúi að yfirtaka skuldir íslensks almennings við glæfrabankana.
Ástandið í efnahagsmálum er alvarlegt en ekki óyfirstíganlegt. Það kallar hins vegar á snarræði og öruggar aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar - að hún axli ábyrgð á ástandinu eins og það er orðið og beiti þeim tækjum sem hún ræður yfir.