Fara í efni

Greinasafn

2008

VANGAVELTUR UM VERÐLAG OG SAMFÉLAGSLEGA ÁBYRGÐ

VANGAVELTUR UM VERÐLAG OG SAMFÉLAGSLEGA ÁBYRGÐ

Gengissveiflur síðustu daga hafa veitt nokkra innsýn í verslun og viðskipti. Ekki að það þurfi að koma á óvart að gengi krónunnar hafi áhrif á vöruverð heldur er hitt umhugsunarvert með hvaða hætti það gerist.

ÞRÍR KRATAR – EÐA FJÓRIR?

Ég var að hlusta á Hallgrím Thorsteinsson  og viðmælendur hans í þættinum Í vikulokin.  Einn viðmælenda var Benedikt Jóhannesson, nýskipaður stjórnarformaður nýrrar innkaupastofnunar í heilbrigðiskerfinu; stofnunar sem hefur verið afar umdeild, meðal annars af þinni hálfu Ögmundur.

ÞJÓÐHAGS-STOFNUN VAR ÞJÓNUSTU-STOFNUN VALDSINS

Ég hlustaði á útvarpsþáttinn Í vikulokin í dag. þar voru flestir þátttakendur að  mæra gömlu Þjóðhagsstofnunina, hún hefði verið svo fagleg og hlutlaus.

SAMFYLKING GREFUR UNDAN ÍSLENSKUM EFNAHAG

Ég verð að segja að ég á engin orð yfir framgöngu Samfylkingarinnar gagnvart íslenskum gjaldmiðli og þar með íslenskum efnahag.  Jafnvel ráðherrar Samfylkingarinnar hafa tekið þátt í árásinni á krónuna.

SAMRÆÐA FYRIR SAMFÉLAG

Sæll. Var að lesa ræðu séra Gunnars Kristjánssonar, sem þú birtir hér á síðunni. Mannúðin er undurfalleg þegar hún er sönn og hrein.
KVEÐJUR Á PÁSKUM

KVEÐJUR Á PÁSKUM

Í mínum huga eru páskar skemmtilegur tími. Almennt er fólk í fríi frá vinnu. Ekki má þó gleyma öllum þeim sem þurfa að standa vaktina fyrir okkur og ekkert fá fríið, hjúkrunarfólkið, löggæslan að ógleymdu verslunarfólkinu sem gert að standa sífellt lengri vaktir.

ÞURFUM VALKOST VIÐ "FRJÁLSA" FJÖLMIÐLA AUÐVALDSINS!

Sæll Ögmundur ... Bankarnir eru nú á heljarþröm, jafnvel eftir að hafa arðrænt og platað fólk og umskapað þjóðféalgið í þágu fjármagnsaflanna!  Takið eftir, að það er nóg af peningum til í hina svokölluðu "útrás" sem mikið er gapað yfir og er lítið annað en að fela peninga erlendis sem sognir eru úr íslenska þjóðarlíkamanum!  Án skattagreiðslu til íslenska ríkisins!. Eftir að æðstu menn hafa dekrað við þrælaveldið Kína, flutt inn Kínverja til landsins og baðað síðan út öngum sínum í allar áttir að hætti viti firrtra ofsatrúarmanna, og talað um "falin göng," eða eitthvað á þá leið í háðungarskyni við sértrúarandófið í Kína - þá leyfa þeir sér að horfast í augu við eigin þjóð og tala um að ekkert sé þeim ofar í huga en mannréttindi! . Eftir að heildsalar hafa flutt inn eitruð leikföng fyrir börn okkar ásamt aðrar vörur framleiddar af barnaþrældómi í Kína.
AÐ KOMA LÍFSREYNSLU TIL SKILA

AÐ KOMA LÍFSREYNSLU TIL SKILA

Séra Gunnar Kristjánsson, prestur á Reynivöllum í Kjós,  messaði í Brautarholtskirkju á föstudaginn langa og var predikun hans útvarpað.
MÓTMÆLUM MANNRÉTTINDABROTUM Í TÍBET

MÓTMÆLUM MANNRÉTTINDABROTUM Í TÍBET

Ekki linnir ofsóknum og mótmælum í Tíbet. Ég hef hvatt íslensk stjórnvöld til að bregðast við og fyrir hönd þingflokks VG hef ég óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis um málið.

UTANGARÐS-GEIR OG FERÐALANGUR Á VEGUM SKATT-BORGARANS

Ég á sannast sagna engin orð yfir ráðamönnum þjóðarinnar. Lánin mín æða upp á við með vísitölubundinni verðbólgu! Við þessar aðstæður mætir forsætisráðherrann, Geir með bleikt bindi í Stjórnarráðið og hikstar því upp við fjölmiðla að við eigum bara að vera glöð og halla okkur aftur á bak í áhorfendastúkunni.