12.02.2010
Ögmundur Jónasson
Nýlega gagnrýndi ég Þórólf Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, fyrir að fara með það sem ég taldi staðlausa stafi - meira en það, beinlínis að tala málstað Íslands niður - í greinarskrifum í Noregi í sama mund og biðlað var til Norðmanna af Íslands hálfu að rjúfa umsátursmúrinn um Ísland og opna lánalínur án skilyrða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins.