Sveitarstjórnarkosningar nálgast. Flokkarnir eru þessa dagana að velja frambjóðendur á lista. Á ýmsu hefur gengið. Sitt sýnist hverjum um uppröðun á listana.
Sæll Ögmundur. Hvað varð af allri virðingu þeirra sem stjórna okkur fyrir grasrótinni ? Grasrótin kraumar eins og Katla sem hefur ekki gosið lengi, spurningin er hvenær gýs Katla eða grasrótin best væri að Katla myndi gjósa á undan, Ríkisstjórninni hefur mistekist að koma bönkum landsins í trúverðulegar hendur.
Ólíkt hafast þau að flokkssystkini þín Björn Valur og Guðfríður Lilja. Svo virðist sem Björn Valur sé að andæfa grein Guðfríðar Lilju sem vogar sér að þakka Evu Joly fyrir hennar hlut.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður VG, skrifar athyglisverða grein í Fréttablaðið í gær þar sem hún skýrir hvers vegna hún telji vera komna upp nýja og betri stöðu í Icesave.
Róbert Wessman er frumkvöðull og drifkraftur að baki nýju einkavæðingarátaki í heilbrigðisgeiranum. Til stendur að reisa einkasjúkrahús á Suðurnesjum, fyrir 1000 sjúklinga með 300 störfum.
Það eru fleiri en þú Ögmundur agndofa að horfa uppá þá vitleysu að bankaræningjar eins og Ólafur Ólafsson sölsi undir sig Samskip enn eina ferðina á meðan hann undirbýr gjaldþrot eignarhaldsfélagsins Kjalar, sem líklegast verður hundruð milljarða gjaldþrot á kostnað þjóðarbúsins.
Vinur minn einn er spilafíkill. Hann er líka öryrki. Hann ætlaði í dag að kaupa í matinn fyrir komandi mánuð - einsog hann og kona hans gera í hverjum mánuði.
Í morgun áttum við Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB stórfróðlegan fund með José Sojo, sendiherra Venezuela á Íslandi með (aðsetur í Osló), í höfuðstöðvum bandalagsins.