Fara í efni

Greinasafn

Ágúst 2010

Frettablaðið

DYLGJAÐ UM HIÐ ÓSÉÐA

Birtist í Fréttablaðinu 09.08.10.. Nokkuð óvenjuleg grein birtist í Fréttablaðinu sl. laugardag. Hún er eftir varaþingmann Samfylkingarinnar, Önnu Margréti Guðjónsdóttur, og fjallar um skrif mín í Morgunblaðinu sem ekki eru skýrð en harðlega fordæmd, sagt er að þau séu ekki málefnaleg og „kalli því ekki á málefnaleg viðbrögð"!  Skrif mín lýsi „undarlegum" viðhorfum og veki „ónotatilfinningu" sem hafi „trúlega verið markmiðið." Anna Margrét er sjálfri sér samkvæm um að bregðast ekki við málefnalega og skilur hún lesendur, sem ekki þekkja skrif mín, eftir  í lausu lofti en með þá tilfinningu að ég hafi sagt eitthvað sem ekki megi segja.. Ég ætla í fullri hógværð að leyfa mér að halda því fram að skrif mín hafi verið málefnaleg og  leyfi ég mér að óska eftir viðbrögðum á slíkum nótum.. Málavextir eru í grófum dráttum þessir: Síðastliðinn fimmtudag birtist eftir mig grein í Morgunblaðinu þar sem ég fjallaði um Ísland og Evrópusambandið.
ÞEGAR SIÐSAMLEGRI UMRÆÐU LÝKUR

ÞEGAR SIÐSAMLEGRI UMRÆÐU LÝKUR

Mikil viðbrögð hafa orðið við blaðagrein eftir mig sem birtist í Morgunblaðinu síðastliðinn fimmtudag. Þar lagði ég út af orðum forseta framkvæmdanefndar Evrópusambandsins, Hermans Van Rompuy, í sama blaði 7.

GREIN ÞÍN ÁTTI ERINDI!

Sæll Ögmundur.. Ég vil skrifa þér nú vegna viðbragða á netinu við Morgunblaðsgreininni um Evrópusambandið sem birtist í vikunni og hefur valdið nokkrum styr.

EITTHVAÐ ER ÞETTA TRUFLANDI

Ótrúleg eru viðbrögðin við grein þinni um Ísland og ESB. Greinilega er mikill vilji til að leggja allt sem þú segir út á versta veg.

GET EKKI VERIÐ Í SAMA FLOKKI OG ÞÚ!

Kæri Ögmundur, . Takk fyrir pistilinn sem ég hef beðið eftir allan daginn :) Ég hafði ákveðnar grunsemdir en eftir lesturinn get ég séð að það er nánast ómögulegt að við getum verið í sama flokki.
MBL  - Logo

VIRKISTURN Í NORÐRI?

Ef Ísland sameinast Evrópusambandinu fjölgar íbúum um 0,07 prósent. Yfirráðasvæði sambandsins stækkar um tæp 10 prósent og áhrifasvæði (eftirlits- og björgunarsvæði) um 20 prósent.
ESB OG BLÓÐÞRÝSTINGURINN

ESB OG BLÓÐÞRÝSTINGURINN

Í morgun birti ég grein í Morgunblaðinu um ESB þar sem ég m.a. legg út af grein eftir forseta framkvæmdastjórnar ESB, Hermans Van Rompuy, sem birtist í sama blaði í byrjun maí-mánaðar.

ER EKKI MÁL AÐ LINNI?

Sæll Ögmundur. Eftir að hafa horft upp á allan loddara-spuna ríkisstjórnar VG og Samfylkingar og valdbeitingu hennar til dýrðar AGS, sem Baldur Andrésson lýsir ágætlega í grein sinni "UM SKÚFFUR OG SKÖMM", þá leitar hún nú ákaflega á mig spurningin: Hvernig getur þú eiginlega stutt þessa ríkisstjórn ál-fursta, sæ-greifa, fjárglæpamanna, hrægamma og AGS? Þessi ríkisstjórn getur skreytt sig með hvaða orðaleppum sem er, en að mínu mati er þetta dæmigerð hægri-stjórn með ríkis-valds-vafningi! Er ekki mál að linni Ögmundur? Og að hér verði boðað til kosninga, enda hefur þessi stjórn ekki þjóðar-meirihluta, enda er hún SVIK OG SKÖMM! Þjóðin vill DEBATT og VIRKT LÝÐRÆÐI.

UM SKÚFFUR OG SKÖMM

Einhver skoðanakönnun leiddi í ljós andstöðu 75% Íslendinga við eignaryfirtöku spekúlanta á orkumannvirkjum og orkunýtingarrétti á Reykjanesi.
AÐ HUGSA FYRST OG TALA SVO

AÐ HUGSA FYRST OG TALA SVO

Í gær sló fréttastofa RÚV því upp að meirihluti Alþingis myndi leggjast gegn öllum áformum um að koma þurfandi bönkum til aðstoðar ef tillögur kæmu fram um slíkt.