06.10.2011
Ögmundur Jónasson
Sæll Ögmundur. Nú byrja ég bratt og spyr þig beint: DATT BANKASÝSLAN AF HIMNI OFAN???? Þessi spurning mín kemur til af því, að sumir vilja meina að ríkisstjórnin beri enga ábyrgð á því, að stjórn Bankasýslu ríkisins hafi ráðið fyrrverandi handlangara og aðstoðarmann Valgerðar Sverrisdóttur við einkavinavæðinguna, hina fyrri (?) til að gegna nú forstjórastarfi Bankasýslunnar til að selja "eignarhlut ríkisjóðs í fjármálafyrirtækjum".