Birtist í Sunnudagsmogganum 23/24.06.12. Í okkar heimshluta var tuttugusta öldin mesta framfaraskeið sögunnar. Þetta var öldin þegar læknavísindin tóku stórstígum framförum.
Ávarp á Prestastefnu í Hallgrímskirkju 25.06.12. Nývígðum biskupi Íslands Agnesi M. Sigurðardóttur óska ég til hamingju með embættið og velfarnaðar í vandasömu starfi um leið og ég þakka fráfarandi biskupi, Karli Sigurbjörnssyni, fyrir hans mikilvæga og dýrmæta framlag í þjóðlífi okkar.
Birtist í Fréttablaðinu 21.06.12.. Á miðnætti í lok þjóðhátíðardagsins sló ég fyrsta höggið í maraþon-golf leik sem Kiwanishreyfingin efnir til hringinn um landið til að afla fjár til góðra málefna.. Ég mætti til leiks - ekki sem sérstaklega glæsilegur fulltrúi golfíþróttarinnar - enda tókst höggið ekki vel - heldur sem fulltrúi samfélagsins.
Ég hef verið talsvert spurður um tilefni skrifa minna í DV um ofbeldisfulla orðræðu. Ég hélt sannast sagna að flestir hefðu séð skrif Guðbergs Bergssonar, rithöfundar, á vefmiðlinum Eyjunni nýlega í tilefni þess að fallið var frá því að ákæra mann fyrir nauðgun.
Hlutabréf í Regin h.f. seljast sem heitar lummur. Eftir bankahrunið þegar sparnaður þúsunda Íslendinga í formi hlutabréfa urðu að engu ásamt hlutabréfaeignum lífeyrissjóða þá er fyllsta ástæða til varfærni.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir var Fjallkonan á Ausaturvelli í dag og fórst það frábærlega vel úr hendi. Ljóðið sem hún flutti var heldur ekki af verri endanum.