HAFA BORGARYFIRVÖLD SAGT SITT SÍÐASTA ORÐ UM IÐNÓ?
06.04.2017
Birtist í Fréttablaðinu 06.04.17.. Iðnó í Reykjavík hefur í eitt hundrað og tuttugu ár verið menningarhús Reykvíkinga, verkalýðshús, leikhús, listasmiðja leikhúsfólks, samkomuhús fyrir aðskiljanlega viðburði, ráðstefnustaður, fundarstaður, veitingastaður, veislustaður, erfidrykkjustaður, fermigaveislustaður, allt þetta, og alltaf opið okkur öllum.