ER TÍMABÆRT AÐ KYNNA „FINNAFJARÐARVERKEFNIÐ" UM ALLAN HEIM?
06.09.2017
Þriðjudaginn 3. september greinir Fréttablaðið frá því að starfsmenn Cosco Shipping. „þriðja stærsta skipafélags heims" hefðu „í lok ágúst fundað með sveitarstjóra Langanesbyggðar, starfsmönnum verkfræðistofunnar EFLU og fulltrúum innanríkisráðuneytisins", og fengið kynningu á áformum um stórskipa- og olíuþjónustuhöfn í Finnafirði.. Sveitarstjóri Langanesbyggðar upplýsir að þar sem fulltrúar skipafélagsins "áttu leið hingað til lands" hafi þeir óskað eftir fundi.