ÉG STAL ÞVÍ FYRST
20.04.2024
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 20/21.04.24.
Mér kom nýlega upp í hugann saga sem vinkona mín sagði mér fyrir um fjörutíu árum. Hún var flugfreyja. Einhverju sinni var hún send með sérstöku teymi til þess að þjálfa áhafnir hjá flugfélagi í landi þar sem mútur viðgengust – voru nánast taldar eðlilegar ...