Í fjölmiðlum er nú sagt frá því að við stjórnarmyndunarborðið ræði menn uppstokkun ráðuneyta. Hvers vegna? . . Skilja má að með fjölgun ráðuneyta verði auðveldara að finna fleiri áhugasömum ráðherraefnum samastað í Stjórnarráðinu.
Athyglisverðar eru vangaveltur í lesendabréfi þessarar síðu frá Jóel A. um tökuorðið „fuck" eða „fokk", sem greinilega heillar sívaxandi hóp alþingismanna.
Þá er árið 2017 gengið í garð en árið 2016 liðið í aldanna skaut. . . Nú er um að gera að taka nýju ári vel og strengja sem allra flest göfug áramótaheit um góðan ásetning í lífi og starfi! . . Enda þótt við berumst öll með tímans þunga niði og ráðum takmarkað um framvinduna í hinu stóra samhengi, þá erum við engu að síður gerendur í eigin lífi og getum reynt að gera úr því það sem við teljum helst vera eftirsóknarvert.
Þingmanni Pírata tekst í þremur línum að koma orðinu „fuck" sjö sinnum fyrir í orðsendingu sem hann sendi verðandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.
Hinn 25. nóvember sl. ávarpaði ég aðalafund Dómarafélags Íslands og tók síðan þátt í pallborðsumræðu. Til fundarins var mér boðið sem (fráfarandi) formanni Stjórnskipunar- og eftilritsnefndar Alþingis en auk mín og Skúla Magnússonar, formans félagsins, ávörpuðu fundinn, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og færði fundinum kveðjur Ólafar Nordal innanríkisráðherra - og Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands.
Okkur er sagt að þýska tímaritið Spiegel stingi upp á því við lesendur sína að velja Birgittu Jónsdóttur, Pírata, sem einn af helstu stjórnmálaleiðtogum heims á árinu sem er að líða, ásamt þeim Pútín, Trump og fleira yfirburðafólki.
Birtist í Fréttablaðinu 28.12.16.. Ef einhver skyldi halda að lægst launuðu stéttirnar séu óhamingjusamastar yfir launakjörum sínum og kvarti sárast þá er það mikill misskilningur.