UM HVAÐ ÆTTI AÐ SPYRJA ÞJÓÐINA?
21.02.2014
Ljóst er að núverandi ríkisstjórn er andvíg því að Ísland gerist aðildarríki í Evrópusambandinu. Vissulega má líta á það sem órökrétt að hún haldi til streitu aðildarumsókn Íslands, sem byggð er á þingsályktunartillögu sem borin var fram vorið 2009 og samþykkt af þáverandi stjórnarmeirihluta. Ríkisstjórnin hefur nú boðað þingsályktunartillögu um að umræðurnar verði formlega stöðvaðar og ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.