Fara í efni
BYLGJAN HEIMSÓTT Í BÍTIÐ

BYLGJAN HEIMSÓTT Í BÍTIÐ

Í upphafi vikunnar heimsótti ég þessa tvo, Heimi og Gulla, sem stýra morgunútvarpi Bylgjunnar. Við ræddum nýútkomna bók mína   Rauða þráðinn , sem nú er komin aftur í búðarhillurnar. Hér má hlýða á samtal okkar ... 

"VOPN KVÖDD" Í AFGANISTAN

Stríðsleikir, manndráp, hafa lengi verið skemmtan manna oft sögð uppspretta menningar. Hér á útúrborunni Íslandi var lítið um krassandi stríð forðum, sögur af manndrápum urðu þó kjarnafæðan, Íslendingasögur. Alltaf var haft sem réttast þótti, heiður höfunda lá undir.  Heimsbókmenntir að fornu og nýju snúast um manndráp og stríð að miklu leyti og veita leiklist innblástur. Listasöfn yrðu fátækleg án stríðs-mynda. Ekki skortir stríð og dráp í kvikmyndir, sjónvarpsþætti og tölvuspilin, mikla skemmtiblessun. Morðsögur eru best seldar bækur nú á Íslandi. Trúarbrögð mörg eru tengd ofbeldi, sem þau upphefja, og boðberar þeirra oft í drápshug. Ein stríðssagna í nútíma snýst um Afganistan. Opinbera útgáfan er þó ...

SKYLDUBÓLUSETNINGAR LEYSA EKKI VANDANN

Það er nokkuð rætt um skyldubólusetningar þessar vikurnar. Ríki á meginlandi Evrópu hafa t.a.m. farið þá leið að skylda bólusetningar vegna veiki þeirrar sem kennd er við Covid-19. Þar hefur m.a. verið stuðst við dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli ...  Eins og kemur fram í dóminum er í tékkneskum sóttvarnarlögum nr. 258/2000, 1. mgr. 46. gr., kveðið á um það að fólk með fasta búsetu, og útlendingar sem heimild hafa til langtímabúsetu í Tékklandi, skuli gangast undir hefðbundnar bólusetningar í samræmi við ítarleg skilyrði sem sett eru fram í afleiddum lögum [reglugerðum]. Forráðamenn barna, yngri en 15 ára, bera ábyrgð á því að skyldunni sé framfylgt.  Almennt er litið svo á að ...
SKYLDULESNING

SKYLDULESNING

...Ég var mjög ánægður þegar ég las umfjöllun í FÍB blaðinu fyrir nokkrum vikum um ásælni tryggingafélaga í peninga okkar og hve langt eigendur þeirra gengju í að greiða sjálfum sér arð á okkar kostnað. En viti menn fyrir þetta var FÍB refsað eins og lesa má í fréttatilkynningu frá félaginu ...
UMFJÖLLUN UM BÓK

UMFJÖLLUN UM BÓK

Eins og hér segir í inngangsorðum hér að ofan úr pistli Björns Jóns Bragasonar er hér fjallað um  Rauða þráðinn , nýútkomna bók mína. Greinina má lesa hér ...
Í SAMRÆÐU VIÐ ARNAR ÞÓR UM ATLÖGUNA AÐ LÝÐRÆÐINU

Í SAMRÆÐU VIÐ ARNAR ÞÓR UM ATLÖGUNA AÐ LÝÐRÆÐINU

Í dag fékk Arnar Þór Jónsson lögmaður og varaþingmaður mig í spjall í útvarpsþætti sem hann stýrir á  Útvarpi Sögu.   Margt bar á góma, alþjóðavæðing fjármagnsins og atlaga þess gegn lýðræðinu var á meðal annars tekin til umræðu og að sjálfsögðu   Rauði þráðurinn , nýtgefin bók mín þar sem þessi mál eru til skoðunar. Hlýða má á samtal okkar hér ...
ÖRLÆTI  LYFTIR ANDANUM

ÖRLÆTI  LYFTIR ANDANUM

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 15/16.01.22. ... Í viðtölum við fjölmiðla sagði Katrín Þorvaldsdóttir, fyrir hönd erfingja dánarbúsins, að foreldrar sínir hefðu gert sér grein fyrir því frá upphafi að þau væru að safna listaverkum fyrir íslensku þjóðina eins og þeir sem söfnuðu íslensku handritunum svo að þjóðin gæti notið þeirra um ókomna tíð. Hvílíkur minnisvarði um stórhug!En minnisvarða reisti Þorvaldur einnig með  ...
JÓLABÓK ÓVENJU SNEMMA Á FERÐINNI (1)

JÓLABÓK ÓVENJU SNEMMA Á FERÐINNI (1)

 ... Ég svaraði því til að þetta lýsti mikilli fyrirhyggju. Þessi fyrsta bók á árinu gæti að sjálfögðu átt eftir að verða jólabók, að vísu ekki bók síðustu jóla, heldur þeirra næstu. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið fyrir jólin 2022. Án grins þá er það svo að fyrsta sending   Rauða þráðarins   er komin í verslanir en er við það að seljast upp á fyrstu metrunum. Víða uppseld en sums staðar eru enn til eintök – að því að mér er sagt. Önnur sending er á leiðinni.

HIÐ NÝJA „RÉTTARFAR“

Í umræðum bíta nú engin rök, eru margir slægir. Ekki þarf lengur að sanna sök, söguburður nægir.   Forðastu nöldur og fánýtt kíf, flugelda, dópið og vín. Eigirðu gefandi andans líf, einsemd nær ekki til þín. ... Kári
VERBÚÐIN OG VERKFALL BSRB 1984

VERBÚÐIN OG VERKFALL BSRB 1984

Ég hafði mikla ánægju af því að ræða við útvarpsmanninn Atla Má Steinarsson um þáttaröðina  Verbúðina   sem þessar vikurnar er sýnd í Sjónvarpinu. Ég var fenginn í viðtalið til að fjalla um verkfall BSRB 1984 og almennt um átök á vinnumarkaði á níunda áratug síðustu aldar.  Grundvallarspurning Atla Más var hversu trúverðug   Verbúðin   væri að mínu mati hvað varðar ...