Fara í efni

UPPRUNAÁBYRGÐIR - BLEKKINGAR OG SKATTSVIK

Á þessu vefsvæði er réttilega bent á fáránleikann sem fylgir svokölluðum upprunaábyrgðum raforku. Þær eru hluti af blekkingastarfsemi og braski með rafmagn, þar sem „orkusóðar“ geta keypt sér syndakvittanir af hinum sem sóða minna (eða lítið). Með þessu móti er kaupandinn, neytandinn, látinn halda að hann kaupi „hreina raforku“ (græna). Neytandinn er með öðrum orðum blekktur.  Eins og lesendur vita gekk Bretland endanlega úr Evrópusambandinu nú um áramótin. Á heimasíðu bresku lögfræðistofunnar   Pinsent Masons   er fjallað um   skattahliðina   á þessu svindl-fyrirkomulagi, í grein ...  
HVAÐ ER Í VÖGGUNNI?

HVAÐ ER Í VÖGGUNNI?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 16/17.01.21. ...  Inntakið í yfirlýsingum valdafólks hins vestræna heims var að ráðist hefði verið að vöggu lýðræðisins; myndlíkingin eflaust valin vegna þess að í vöggu er eitthvað nýfætt og þar er að finna nokkuð sem er viðkvæmt ...
ÁMINNING RÚNARS

ÁMINNING RÚNARS

Rúnar Sveinbjörnsson skrifar athyglisvert bréf til síðunnar þar sem hann vekur athygli á bókhaldssvindli Íslendinga í orkumálum.  Eftir að Evrópusambandið markaðsvæddi andrúmsloftið með kaupum og sölu á loftslagskvótum sáu Íslendingar sér leik á borði og dengdu sér í svínaríið af fullum krafti.   Þar sem við værum mengunarfrírri í raforkuframleiðslu en aðrar þjóðir (vegna þess að forlögin gáfu okkur land með virkjanlegum ám og jarðvarma – hreinni orku) þá gætum við skipt á  ...

HVER BER ÁBYRGÐ Á ÍSLENSKU KJARNORKUVERUNUM?

Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og  endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.  Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ... Rúnar Sveinjörnsson

HROSSAKAUP Á ALÞINGI OG FLEIRA UM BANKARÁN

Þennan gamla þekkjum veg, þreyttan sýna vanga. Þú færð banka, þjóðgarð ég, þannig skiptin ganga. Ýmsa galla á því sé, ætla að fylla á tanka. Þegar vilja þvætta fé, þá menn nota banka. ... Kári

VALDHAFINN STÍGUR FRAM

Þingið í Washington samþykkti að ákæra Donald Trump til embættismissis fyrir uppreisnaráróður („incitement of insurrection“). Alvarlegra fyrir hann var samt það bann sem hann fékk frá samskiptamiðlunum. Og það segir meiri sögu. Eftir upphlaupið við bandaríska þingið í Capitol er sitjandi Bandaríkjaforseti útilokaður frá öllum helstu samskiptamiðlum (og um leið stærstu fjölmiðlum) netheima, Facebook, Instagram, Twitter, Google ...

EINKAVÆÐING GRÓÐANS

Þegar græðir þjóðarbú, þá við heimtum lykla. Rán á banka ræðum nú, reynsluna höfum mikla. Tíminn þessi táknræni, tækifæri í búskap. Frelsi ásta og fjölkvæni, fleiri en tveir í hjúskap. ... Kári
SAMA LIÐIÐ KOMIÐ Á KREIK – FÁIR TIL VARNA FYRIR ALMENNING

SAMA LIÐIÐ KOMIÐ Á KREIK – FÁIR TIL VARNA FYRIR ALMENNING

Hvers skyldi áhættan hafa verið þegar einkavæðing bankanna var um garð gengin á fyrsta áratug aldarinnar og fjármálahrunið í kjölfarið? Svarið er einfalt. Hrunið bitnaði á samfélaginu og verst á þeim sem verst stóðu. Nú eru sömu álitsgjafar komnir á kreik og í aðdraganda hrunsins og stjórnmálamenn eru með nákvæmlega sömu formúleringar og áður. Það sem vantar er sú rödd sem á þeim tíma kom frá VG. Fínt sé að selja, nú sé komið svo gott regluverk, allt svo gagnsætt, heyrist einng úr þeirri átt. Hvað nákvæmlega er eiginlega verið að ...

ORKUMÁL SEM ORSÖK ÁTAKA OG ÁGREININGS

Mörgum stjórnmálamönnum er tamt á tungu, eftir nýjustu atburði í Washington, að segja árás hafa verið gerða á „lýðræðið“. En það gleymist alltaf að láta fylgja með svarið við spurningunni: lýðræði hverra? Lýðræði valdaklíkunnar í Bandaríkjunum, lýðræði almennings? Forsetanefnur jafnt sem ráðherrar apa hver upp efir öðrum staðlaðar skoðanir um „árás á lýðræðið“ og látast stórhneykslaðir á því. Trúverðugleiki þessa fólks sem þannig talar er hins vegar enginn. Fólk sem lifir og hrærist í fílabeinsturnum er í órafjarlægð frá veruleika almennings, hvort heldur er í Bandaríkjunum eða á Íslandi. Í máli þess er ætíð holur hljómur ...

ÍSLANDSBANKI SELDUR

Bjarni selur bankann fljótt bætir við fjölskyldu eignir þó Engeyingarnir eigi gnótt eflaust verða fegnir. SA hagnaðist um fúlgur fjár fljótlega kaupa því banka En alþýðan sveltur og er sár sé Drífu með þunga þanka. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.