Fara í efni

YFIRVOFANDI BANKARÁN

Ef að drýpur eitthvað smér, öllu vill hún sanka. Íslenska mafían ætlar sér, eignarhald á banka. Kári

HÆTTA BÚIN LÝÐRÆÐI

Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ... Nonni
ÞANKAR AÐ LOKNUM JÓLUM OG ÁRAMÓTUM

ÞANKAR AÐ LOKNUM JÓLUM OG ÁRAMÓTUM

Í Þrettándanum sem er í dag, lýkur jólum og héðan af verður tilfinningin ríkari með hverjum deginum sem líður að sól fari hækkandi á lofti  og daginn að lengja.  Birtutíminn hefur að sönnu verið að lengjast frá vetrarsólstöðum, 21. des­em­ber, en þann dag var sólin fjærst frá norður­póli jarðar á árinu, og fyr­ir vikið var þá stysti dag­ur árs­ins.  Það fer vel á því að lýsa heimilin og byggðirnar upp í myrkrinu um jólin og sjálfur játa ég ... Frá Washington berast nú fréttir af innrás í Bandaríkjaþing. Ógnvekjandi atburðarás gæti verið hafin sem ekki sér fyrir endann á ...
FRELSI MITT OG ÞITT GERT UPPTÆKT Í ÞÝSKLANDI

FRELSI MITT OG ÞITT GERT UPPTÆKT Í ÞÝSKLANDI

...  Nú bregður svo við að í dag berast þær fréttir að arabísk útgáfa af bókinni hefur verið gerð upptæk á flugvellinum í Düsseldorf í Þýskalandi.  Spurningin er sú hvort þetta séu mistök – það á eftir að koma í ljós. Hinu eru menn vanir að í þýskalandi séu samkomur til stuðnings Kúrdaleiðtoganum bannaðar. Það þekki ég af eigin raun ...
KRISTINN HRAFNSSON: MIKILVÆGUR SIGUR!

KRISTINN HRAFNSSON: MIKILVÆGUR SIGUR!

...  Ég hef fylgst með framvindu málsins og hef ég dáðst að staðfestu og dugnaði þeirra sem staðið hafa í innsta hring í vörn fyrir Julian Assange og þar með málfrelsið. Þar hefur verið í forystu Kristinn Hrafnsson, aðalritstjóri Wikileaks. Hann á lof skilið og hamingjuóskir!  Hér er slóð á athyglisvert viðtal við Kristin Hrafnsson í Kastljósi í kvöld ... 
ÁRAMÓTAÁVARP ARNARS

ÁRAMÓTAÁVARP ARNARS

Frábærar þóttu mér áramótahugleiðingar Arnars Atlasonar, formanns  Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda,   sem birtist á vefritinu Kjarnanum í árslok.   Þar er árið gert upp gagnvart sjávarútvegnum, horft til Namibíu- og Samherjamálsins, strandveiða, tilrauna sjávarútvegsráðherra til að kvótasetja grásleppuna, þeirrar staðreyndar að 8% af veiddum þorski, 50 – 55 þúsund tonn, eru flutt óunnin úr landi, skaðabótakröfu stórútgerðarinnar á hendur ríkinu og ... 

FÁLKAORÐUNA VILJA FÁ

Aldnir upphefð alla þrá ágætið sjálfir meta Og fálkaorðuna vilja fá allir þeir sem geta. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

ÞAÐ ER MIKILL ÁBYRGÐARHLUTI AÐ SELJA SPRENGIEFNI

Leiðinlegasti dagur ársins er tvímælalaust gamlársdagur. Ekki vegna þess að hann sé í sjálfu sér verri en aðrir dagar ársins heldur vegna hins að honum er spillt með óþarfa hávaða, drykkju og látum. Það verður ekki afsakað með því að „þetta sé síðasti dagur ársins“.  Sá ósiður, má segja plagsiður, hefur mótast á Íslandi að kunna sér ekki hóf í neinu. Það sást vel árin fyrir hrunið mikla þar sem „allir ætluðu að verða ríkir“ og helst á einni nóttu. Enginn mátti vera minni maður en næsti maður, ekki skulda minna en næsti maður, ekki ferðast minna en næstir maður eða byggja minna hús en ...

,,ÁRAMÓTINN 20-21‘‘

Landsmenn fagna  nú lokast sárið því loksins kláraðist ótuktar árið sprautu víst fáum bættan hag sjáum og fljótlega líður frá Cóvíd fárið . Ég óska öllum árið gott eftir óþverra pestina   Kófinu nú komum á brott og kjósum svo í restina. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.  

ENDURTEKIN BANKARÁN OG FEMINISTABYGGÐ

Bönkum ræna bannsettu, bófum auðinn fólu. Ráðherra festa á rakettu, reikna braut um sólu. ... Kári