03.01.2021
Ögmundur Jónasson
Frábærar þóttu mér áramótahugleiðingar Arnars Atlasonar, formanns Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda, sem birtist á vefritinu Kjarnanum í árslok. Þar er árið gert upp gagnvart sjávarútvegnum, horft til Namibíu- og Samherjamálsins, strandveiða, tilrauna sjávarútvegsráðherra til að kvótasetja grásleppuna, þeirrar staðreyndar að 8% af veiddum þorski, 50 – 55 þúsund tonn, eru flutt óunnin úr landi, skaðabótakröfu stórútgerðarinnar á hendur ríkinu og ...