Í framhaldi af umfjöllun Moggans 14. maí, um fátækt í Reykjavík, fórum við nokkrir félagar í vinnuflokkadeild OR að ræða um fátækt, við rifjuðum upp lýsisgjafirnar og hvernig við sem gengum um í bættum fötum urðum fyrir hæðnisglósum.
Nú hafa þingmenn Samfylkingarinnar hamrað á því að fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar sé sértækt og fram lagt til þess að koma rothöggi á Norðurljósasamsteypuna.
Í dag var haldin mjög vekjandi ráðstefna um atvinnuleysi miðaldra fólks - 45 ára og eldri. Áhugahópur sem hefur verið stofnaður um málefnið blés til ráðstefnunnar í samvinnu við Vinnumálastofnun og ýmis verkalýðsfélög, þar á meðal BSRB.
Birtist í Morgunblaðinu 18.05.04.Fjármálaráðherra landsins, Geir H. Haarde, leggur nú mikið kapp á að ná fram því áhugamáli ríkisstjórnarinnar að forstöðumenn ríkisstofnana geti rekið fólk úr starfi fyrirhafnarlaust.
Röksemdafærsla stjórnarandstöðunnar gegn fjölmiðlafrumvarpinu er háalvarlegt mál. Hún heldur því fram að væntanleg lög muni skerða atvinnufrelsi manna og tilfærir einnig að lán bankanna til Norðurljósa verði í uppnámi, að hætta sé á að lífeyrissjóðir tapi tveimur milljörðum sem þeir eigi hjá Norðurljósum, ef frumvarp ríkisstjórnarinnar nær fram að ganga.
Á undanförnum dögum hafa margir orðið til að gera því skóna að upp úr stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks kynni að slitna vegna ágreinings um Fjölmiðlafrumvarpið.