EXBÉ VIRÐIR REGLURNAR Á SINN HÁTT
09.05.2006
Sérstakt um margt er ex-bé framboðið í Reykjavík. Það er ekki aðeins sérstakt fyrir nafngiftina, en sennilega mun það ekki hafa gerst áður í stjórnmála-sögunni að breytt sé yfir nafn og kennitölu stjórnmálaflokks eins rækilega og í tilviki Framsóknarflokksins, sem auglýsingastofan hefur greinilega ráðlagt að nefna aldrei á nafn.