Einhver einkennilegasti borgarstjórnarmeirihluti sem um getur hefur nýlega tekið við lyklavöldum í ráðhúsi borgarinnar, greinilega í óþökk mikils meirihluta borgarbúa.
Þú boðar utandagskrárumræðu um einkavinavæðingu á Landspítala á fimmtudag. Ég mun fylgjast vel með. Ekki því sem Guðlaugur Þór, heilbrigðisráðherra Íhaldsins, segir, heldur Samfylkingin.
Er ríkisstjórnin að verða galin? Heyrði ég það rétt að dómsmálaráherrann vilji gera björgunarsveitirnar að einhverjum baksveitum fyrir lögreglu til að berja niður óeirðir? Það var gott að heyra í talsmanni Landsbjargar sem vísaði þessu út í hafsauga og sagði að sveitirnar væru til að bjarga og hjálpa fólki en ekki til að berja á því.
Hvers vegna skyldi myndlistarsýning Sigrid Valtingojer, sem nú stendur yfir í Gallerí Start Art, Laugavegi 12 í henni Reykjavík, bera þetta heiti? Það upplýsist þegar komið er á sýningu listakonunnar sem ég hvet alla til að sjá.
Ýmsir hafa mjög býsnast yfir því verði sem greitt var fyrir húsin neðst á Laugavegi sunnanverðum, þ.e. nr. 2, 4 og 6 og fyrrverandi borgarstjóri reynt að nota það sér til framdráttar.
Kæri Ögmundur.... Ég verð að segja að ég er heilshugar sammála Hreini Kárasyni sem skrifar um fjárfestingar lífeyrissjóða launamanna, á vefsíðunni þinni.. Ég vil þó bæta við að ég sé ekkert rangt við að ákveðið hlutfall fjárfestinganna fari beint í félagsaleg sameignarfyrirtæki verkalýðsins, einmitt þeirra sem eiga lífeyriðssjóðina.