Nýlega bárust fréttir af uppsögnum starfsmanna í RÚV ohf. Þessu mótmælti Svanhildur Kaaber, sem sæti á í stjórn stofnunarinnar fyrir hönd Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Birtist í 24 stundum 08.07.08. Ekki hef ég nokkurn skapaðan hlut á móti henni Petyu Koeva. Það væri ekkert annað en ánægjuefni að fá hana til Íslands ef ekki væri fyrir árásir hennar á láglaunafólk, aldraða og öryrkja.
Ég var ánægður með greinar þínar um EES. Þú náðir að varpa sprengju inn í annars staðnaða umræðu. Oft þegar reglugerðarsinnar Evrópusambandsins kalla eftir umræðu um kosti og galla báknsins meina þeir einungis kostina.
. . . VIRKJUM ÁRNA . . Ég tek heils hugar undir með Bjarna sem skrifar þér hér á síðuna og vill að Árrni Mattt, fjármálaráðherra, verði settur á bónusgreiðslur, árangurstengd laun.
Birtist í Morgunblaðinu 02.07.08.. Ég var í hópi þeirra sem voru andvígir samningnum um hið Evrópska efnahagssvæði, EES, þegar honum var þröngvað í gegnum Alþingi árið 1993.
Birtist í DV 02.07.08.. Þegar svo er komið að forsætisráðherra þjóðarinnar líkir gagnrýninni fréttamennsku við dónaskap, einsog gerðist nýlega, og þegar umhverfisráðherra segist ekki leyfa myndatökur af ísbjarnarhræi því þær gætu reynst óþægilegar, þá erum við komin nálægt því sem á góðu máli heitir ritskoðun.
Birtist í 24 Stundum 02.07.08.. Ágætur kunningi minn sagði nýlega að sér þætti merkilegt að nú þegar Kalda stríðinu er lokið, Berlínarmúrinn orðinn að molum í bréfapressum á borðum heldra fólks, Kaninn farinn heim til sín, og friður hefur brotist út a.m.k í okkar heimshluta, þá taki Samfylkingin sig til og stofni her- og varnarmálaráðuneyti og leyniþjónsutu í lokuðu rými á Miðnesheiði.
Birtist í Fréttablaðinu 02.03.08.. Um síðustu helgi voru forsíður tveggja íslenskra blaða, Morgunblaðsins og Fréttablaðsins undirlagðar kröfum um að Íslendingar gengju tafarlaust í Evrópusambandið.