MÉR ER BARA SPURN!
12.06.2008
Sæll Ögmundur.... Ég var að lesa grein þína með fyrirsögninni "BROTTREKNIR RÆSITÆKNAR Í VALHÖLL?". Þú drepur á uppsagnarmál ræstitækna og læknaritara ásamt að starfsmenn og meðlimir í BSRB voga sér að fara á fund heilbrigðisráðherra í húsakynnum stjórnmálaflokks hans! . Það sem ég fæ ekki skilið, er, hvernig stendur á því að verkalýðshreyfingin leyfir heilbrigðisráðherra að haga sér eins og hann gerir, án þess að fara í verkfall! Þar á ofan hvernig það getur átt sér stað að meðlimum verkalýðshreyfingarinnar leyfist að láta sér detta í hug, að láta andstæðinginn narra sig í vígstöðvar hans!. Ég hreinlega skil þetta ekki; er verkalýðshreyfingin orðin handónýt? Er verkalýðshreyfingin orðin aðeins kontór til að innheimta meðlimagjöld og reka sumarbústaði? Eða er þetta aðeins eitt atriðið í hinni alræmdu "þjóðarsátt" á milli stjórnvalda, stjórnarandstöðunnar og veraklíðsleiðtoganna? Hvar er manndómurinn og hugrekkið? Mér er bara spurn! . Úlfur . . Sæll Úlfur.