16.01.2009
Ögmundur Jónasson
Í dag fékk ég þennan reikning sendan. Hann er ekki stílaður á mig einan heldur þjóðina alla. Á meðan skrifað er upp á reikning af þessu tagi fyrir okkar hönd virðist mér Samfylkingin bíða í ofvæni eftir því einu hvað Sjálfstæðisflokkurinn ætli að gera gagnvart umsókn um aðild að Evrópusambandinu! Er þessi flokkur orðinn staurblindur á eigin ábyrgð????. Er hægt að bjóða okkur þetta öllu lengur? Guðlaugur Þór, heilbrigðisráðherra, þykist vera að vinna nauðsynjaverk með því að þrengja að heilbrigðisþjónustunni.