Það er ömurlegt að sjá til ríkisstjórnarinnar núna sem endranær. Í kjölfar stórrar kollsteypu frjálshyggjunar á Íslandi er haldið áfram að einkavæða - starfsemi St.
Guðlaugur Þór þórðarson, sem starfar í umboði Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar, hefur sætt mikilli gagnrýni í þjóðfélaginu að undanförnu fyrir að innleiða ný gjöld og álögur á sjúklinga og fyrir markvissar tilraunir til að einkavæða heilbrigðisþjónustuna.
Birtist á smugan.is 08.01.09.. Nú er myndin að skýrast. Annars vegar höfum við ríkisstjórn sem lyppast niður í samningum við erlenda lánadrottna og peningamenn en sýnir „einurð" í aðför sinni að sjúkum og veikum.
Sjónvarpið á lof skilið fyrir að sýna viðtal við norskan lækni starfandi á Gaza ströndinni. Myndir og frásagnir læknisins færa okkur heim sanninn um hve hrikalega stríðsglæpi Ísraelar eru að fremja á svæðinu.
Sæll Ögmundur..... Almenningur hefur stanslaust farið fram á það við stjórnvöld að þau hefðu hendur í hári fjárglæframannanna sem urðu valdir að efnahaghruni Íslensku þjóðarinnar. Rannsaki aðkomu þeirra að glæpunum og geri þá upp sem sekir dæmast.
Í dag rann út frestur til að lögsækja bresk stjórnvöld fyrir að beita Íslendinga hryðjuverkalögum. Það gerði Gordon Brown, forsætisráðherra Breta til að slá tvær flugur í einu höggi: Eyðileggja íslenska bankakerfið erlendum fjárfestingafyrirtækjum sem víti til varnaðar og til að bæta eigin stöðu í skoðanakönnunum.
Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir okkur í fréttum Sjónvarps í kvöld að almenningi séu ekki ætlaðar upplýsingar úr skýrslum endurskoðunarfyrirtækja um bankabraskið.