12.04.2009
Ögmundur Jónasson
Sæll kæri Ögmundur! . Ég las grein þína um Geir Hilmar fyrrverandi forasætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins. Myndin sem fylgir pistlinum er af manni sem virðist barnsaklaus og að það vanti bara gullbaug yfir höfði hans og ef myndin hefði verið tekin aðeins hærra, þá sæist í fætur guðs almáttugs og fagra engla! . . Minn kæri Ögmundur, það má vel vera að Geir sé fyndinn í samsætum og þægilegur í persónulegum samskiptum en veruleikinn, ábyrgð mannsins sem stjórnmálamanns og ráðherra ásamt varðveislu hagsmuna íslensku þjóðarinnar, er allt annað mál! . . Geir Hilmar Haarde er stórsekur "stjórnmálamaður" sem ber verulega ábyrgð á ástandinu í íslenska þjóðfélaginu í dag og næstu kynslóða, ef það verða þá fleiri Íslenskar kynslóðir! Hvort sem maðurinn er skemmtilegur á "góðra-manna- fundum," eða á kaffistofu Alþingis, breytir engu þar um. Maðurinn hefur svikið þjóð sína og allan almenning.