24.04.2009
Ögmundur Jónasson
Sannast sagna er ég mjög stoltur af samherjum mínum á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi. Á myndinni hér að ofan er talið frá vinstri Margrét Pétursdóttir, verkakona, en hún var áberandi í Búsáhaldabyltingunni,Ása Björk Ólafsdóttir, héraðsprestur í Kjalarnesprófastsdæmi, Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir og og bæjarfulltrúi VG í kópavogi, Andrés Magnússon, læknir og einn þeirra sem kvaddi sér hljóðs löngu fyrir hrun og varaði við því enda kvaddur á pall á Austurvelli í "Búsáhaldabyltingu", í Silfur Egils og víðar og víðar og nú kominn á flug í pólitík.