Fara í efni

Greinasafn

2010

ER EKKI MÁL AÐ LINNI?

Sæll Ögmundur. Eftir að hafa horft upp á allan loddara-spuna ríkisstjórnar VG og Samfylkingar og valdbeitingu hennar til dýrðar AGS, sem Baldur Andrésson lýsir ágætlega í grein sinni "UM SKÚFFUR OG SKÖMM", þá leitar hún nú ákaflega á mig spurningin: Hvernig getur þú eiginlega stutt þessa ríkisstjórn ál-fursta, sæ-greifa, fjárglæpamanna, hrægamma og AGS? Þessi ríkisstjórn getur skreytt sig með hvaða orðaleppum sem er, en að mínu mati er þetta dæmigerð hægri-stjórn með ríkis-valds-vafningi! Er ekki mál að linni Ögmundur? Og að hér verði boðað til kosninga, enda hefur þessi stjórn ekki þjóðar-meirihluta, enda er hún SVIK OG SKÖMM! Þjóðin vill DEBATT og VIRKT LÝÐRÆÐI.

UM SKÚFFUR OG SKÖMM

Einhver skoðanakönnun leiddi í ljós andstöðu 75% Íslendinga við eignaryfirtöku spekúlanta á orkumannvirkjum og orkunýtingarrétti á Reykjanesi.
AÐ HUGSA FYRST OG TALA SVO

AÐ HUGSA FYRST OG TALA SVO

Í gær sló fréttastofa RÚV því upp að meirihluti Alþingis myndi leggjast gegn öllum áformum um að koma þurfandi bönkum til aðstoðar ef tillögur kæmu fram um slíkt.
ÞURFUM BANKAKERFI SEM HÆGT ER AÐ TREYSTA Á

ÞURFUM BANKAKERFI SEM HÆGT ER AÐ TREYSTA Á

Svo er að skilja á fréttaumfjöllun að ég, ásamt nokkrum öðrum þingmönnum VG, muni ekki ljá máls á því að setja meira fjármagn inn í bankakerfið því til bjargar ef til þess þyrfti að koma og er í þessu efni  stuðst við yfirlýsingar sem ég gaf fyrir skömmu á Bloomberg vefnum.
VATNIÐ OG SÞ: MIKILVÆG TÍMAMÓT

VATNIÐ OG SÞ: MIKILVÆG TÍMAMÓT

Skýringar eru misvísandi á því hvers vegna mörg ríki, þar á meðal Ísland, hafi setið hjá við atkvæðagreiðslu hjá Sameinuðu þjóðunum, um að tryggja vatn sem mannréttindi.

TENGIL VANTAR

Þú segir í pistli þínum um vatnið og atkvæðagreiðsluna hjá SÞ að auðhringurinn Bechtel hafi jafnvel viljað meina fólki að nýta sér rigningarvatn í Bólívíu og segist hafa fjallað um það hér á heimasíðu þinni.

UNDARLEGAR SPURNINGAR?

Hvernig stendur á því Ögmundur að þú spyrð svona einkennilegra spurninga á síðunni þinni - sem er væntanlega hugsuð almenningi til aflestrar.
HVERS VEGNA STÓÐ ÍSLAND EKKI MEÐ MANNRÉTTINDUM?

HVERS VEGNA STÓÐ ÍSLAND EKKI MEÐ MANNRÉTTINDUM?

Ísland sat hjá við atkvæðagreiðslu hjá Sameinuðu þjóðunum um hvort líta beri á vatn sem mannréttindi. Talsmenn utanríkisráðuneytisins bera við skýringum sem eru í senn lítt skiljanlegar og ótrúverðugar.

VATNIÐ OG RÍKISSTJÓRNIN

Athyglisverð afstaða vinstri stjórnar VG og Samfylkingar hjá SÞ. Það er mjög einkennilegt að vilja ekki styðja tillögu Sameinuðu þjóðanna um að flokka réttinn til vatns sem mannréttindi.

ÓSVÍFIN HVATNING TIL ÁFENGISNEYSLU

Auglýsingar ÁTVR, eru að mínu mati ólöglegar .Tjald-auglýsing með Árna Johnsen er mannskemmandi og svívirðileg.