Fara í efni

Greinasafn

Desember 2011

HÁRRÉTT!

Hárrétt ákvörðun hjá þér Ögmundur. Þú ert stjórnmálamaður sem hugsar, þorir og getur. Við Íslendingar seljum ekki handritin okkar gömlu, hvað sem kynni að vera í boði eða hefur einhverjum dottið það í hug ? Við getum selt aðgang að landinu rétt eins og að handritunum og leigt það en við seljum það ekki með þessum hætti.

LIGGUR Í AUGUM UPPI

Kærar þakkir, Ögmundur, fyrir að hafna því að erlendur auðmaður fái að kaupa Grímsstaði. Það liggur í augum uppi, að hefðir þú samþykkt þetta erindi, hefðirðu tekið lögin úr sambandi og þau í raun og veru orðið gagnslaus og merkingarlaus.

TAKK

Takk fyrir Jón. Ást kæra Ísafold,við viljum ekki selja þig. Takk fyrir Ögmundur og Jón fyrir að vera Íslendingar.. Viðar Sigurðsson.
AÐ LÁTA MANN NJÓTA SANNMÆLIS

AÐ LÁTA MANN NJÓTA SANNMÆLIS

Á forsíðu Fréttablaðsins í dag segir frá því að Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra hafi samþykkt styrkveitingar frá Evrópusambandinu.

EKKI SJÁLFSTÆÐ ÁN LANDS!

Sæll Ögmundur.. Takk fyrir þína góðu framgöngu í Nubo málinu, ég heyri ekkert annað en hrósyrði um þína afgreiðslu.
HEIÐURSMERKI HRÓSHÓPSINS

HEIÐURSMERKI HRÓSHÓPSINS

Sannast sagna hafði ég gaman af - og þótti heiður af því - að taka á móti heiðursmerki Hróshópsins sem kemur fram í nafni Búsáhaldabyltingarinnar og hrósar fyrir það sem hópurinn telur vel gert.