Fara í efni

Greinasafn

Desember 2011

VEL GERT

Vel gert!! http://mbl.is/frettir/innlent/2011/11/25/beidni_huangs_synjad/ . Arnar

TILGANGURINN HELGAR EKKI MEÐALIÐ!

Sá viðtal í BBC við Christhopher Hitchens sem dó í gær. Þar sagði hann: "having an honourable motive is no excuse for betraying your principles".

DEILUR BITNA Á SAKLAUSUM

Að foreldrar nái sátt um forsjá barna er auðvitað afar mikilvægt, því við vitum flest að leiðindin bitna mest á þeim saklausu þ.e.a.s börnunum og í sumum tilfellum verður ekki aftur snúið með þann skaða sem börnin hljóta í deilum foreldra sinna.

ERLEND UMFJÖLLIN

Umfjöllun í fjölmiðlinum ntdtv.com um Grímsstaðamálið http://www.youtube.com/watch?v=xnPA62ggvww Wiki um fjölmiðilinn http://en.wikipedia.org/wiki/New_Tang_Dynasty_Television . abc

AÐ STANDA Í LAPPIRNAR

Takk fyrir Ögmundur,haltu áfram að standa í lappirnar. Við þurfum fólk eins og þig.. Magnús Þór Indriðason.

EKKI MEÐ DÓMSÚRSKURÐ

Starfsemi vörslusviptingafyrirtækja er ólögleg það liggur fyrir. Ég krefst þess að þú látir loka vörslusviptingafyrirtækjunum og leggir starfsemi þeirra niður.

SAMMÁLA UM GRÍMSSTAÐI, EKKI FANGELSI

Sæll og blessaður Ögmundur.. Ég vildi færa þér bestu þakkir fyrir að standa fastur á úrskurði þínum og ráðuneytismanna sem réttri og einnig því að lögin yrðu haldslaus til framtíðar litið.

SEGJUM OKKUR ÚR EES!

Nú er kominn tími til að segja sig úr EES, enda hefur sá samningur ekkert haft í för með sér annað en óhamingju.. mkv. Björn Jónasson

ÞÖKK!!!

Kæri Ögmundur ..... Ég þakka þér hjartanlega fyrir að neita að útlendingum sé selt land á Íslandi, nánar tiltekið fyrirtæki sem Kínverjinn Huang Nubo er „aðal eigandinn" að! Ég er ekki einn sem þakka þér, mikill meirihluti allrar þjóðarinnar gerir það, að ótöldum niðjum vorum um ókomna framtíð! . Eftir allt er andi Einars Þveræings á meðal vor, í hjarta þínu góði, hugrakki og manndómsríki Ögmundur, svo heilbrigðir Íslendingar geta sofið værar héðan í frá en hingað til! . Þeir sem vilja selja útlendingum hvað sem er á Íslandi svo lengi að hægt sé að græða pening um stundarsakir, er illa innrætt og ruglað fólk, svo baráttan er áreiðanlega ekki á enda, hún verður víst að eilífu! Þetta misvitra fólk ruglar fjárfestingu við sölu föðurlandsins og arfleifð þjóðarinnar, sem má auðvitað ekki eiga sér stað, enda á móti allri heilbrigðri skynsemi, stjórnarskrá og sómatilfinningu! . Það er allt annað mál að úthluta „fjárfestum" lóð undir starfsemi sína sem hefur verið athuguð og leyfð samkvæmt íslenskum lögum og eftirliti á Íslandi! Allt annað mál! Umrætt málefni hefur bent á að það land sem útlendingum hefur nú þegar verið leyft að kaupa á Íslandi, verður að afturtaka með hvaða móti sem er (jafnvel að þjóðnýta), en drengilegar aðfarir og full greiðsla fyrir viðkomandi lönd greidd viðkomandi er æskilegast.

RÉTT AÐ NEITA!

Við þökkum þér fyrir að neita kínverjum um að kaupa lönd á Íslandi.. Ásdís Gísladóttir og Sigurður Kristinsson