25.11.2011
Ögmundur Jónasson
Heill og sæll Ögmundur.. Ég hef miklar áhyggjur varðandi þessa sölu ef af verður. Ég hef alltaf kosið Samfylkinguna en verð að segja að ég fæ hroll þegar ég heyri í ráðherrum þeirra og þingmönnum, það er hægt að slá ryki í augu allra með skjalli, vinahótum og og vinatengslum.. Landið okkar er það dýrmætasta sem við eigum, það er ein af auðlindum þjóðarinnar og á að þjóna íbúum þess.