HVERNIG LOSNA MÁ VIÐ SIÐBLINDA STJÓRNMÁLAMENN
09.12.2011
Hugtak. Er það ekki eitthvað sem gerir huganum kleyft að ná taki á viðfangsefni? Eða er það ef til vill eitthvað sem byrgir sýn, stöðvar óæskilegan þankagang? Eitthvað sem nær taki á huganum? Getum við tengt þetta vísindalegri umfjöllun og orðsins list? Eða ef til vill óheiðarleika og flokkspólitík? Sölumennsku eða siðblindu? Hugtök geta verið skrítnar skepnur.