Fara í efni

Greinasafn

2011

HVERNIG LOSNA MÁ VIÐ SIÐBLINDA STJÓRNMÁLAMENN

Hugtak. Er það ekki eitthvað sem gerir huganum kleyft að ná taki á viðfangsefni? Eða er það ef til vill eitthvað sem byrgir sýn, stöðvar óæskilegan þankagang? Eitthvað sem nær taki á huganum? Getum við tengt þetta vísindalegri umfjöllun og orðsins list? Eða ef til vill óheiðarleika og flokkspólitík? Sölumennsku eða siðblindu? Hugtök geta verið skrítnar skepnur.

ENGIN SKAMMTÍMA-SJÓNARMIÐ!

Sæll Ögmundur.. Mig langaði að þakka þér fyrir að standa vörð um Íslenskar jarðir og eignir. Það bara má ekki selja allt sem að við eigum bara af því að okkur vantar pening núna.
„ÓÞARFLEGA MEIÐANDI

„ÓÞARFLEGA MEIÐANDI"?

Í gærkvöldi var mér borin stefna á heimili mitt frá Hells Angels og einum forsprakka þeirra hér á landi þar sem samtökin annars vegar og einstaklingurinn hins vegar krefja mig um samtals fjórar milljónir króna, tvær milljónir króna - hvor um sig -  í skaðabætur fyrir ummæli sem þeir telja vera „ósönn og óþarflega meiðandi." Eftirfarandi er úr stefnunni:  . . Stefnendur krefjast þess báðir að eftirfarandi ummæli í staflið A-E verði dæmd dauð og ómerk.

1% AF ÍSLANDI UNDIR HÓTEL?

Þakka þér fyrir Ögmundur, að stöðva vitleysuna varðandi Grímsstaði á Fjöllum. Það er fráleitt að menn þurfi að eignast 1% Íslands til að hefja hér hótelrekstur.

FORDÆMI SEM EKKI VÆRI KOMIST FRAMHJÁ

Þú átt heiður skilinn, Ögmundur, fyrir að hafna erindi Nubos um að fá að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Mér finnst lögin skýr og ef þú hefðir orðið við erindinu væri ekki hægt að neita neinum, sem vildi kaupa jarðnæði hérlendis, um eitt eða neitt nema með því að brjóta reglu jafnræðis.

ARFLEIFÐ BARNA OKKAR

Ég vil þakka þér innilega fyrir þessa ákvörðun að fara eftir lögum í Grímsstaðarmálinu. Þú ert betri stjórnmálamaður og sannari fyrir vikið.

OG LEYNILEGA...

Vaxtagjöld ríkisins eru tæpir áttatíu milljarðar. Það eru 20% allra gjalda ríkisins. Alveg einsog í fyrra. Hver ákveður vaxtagjöldin? Þau eru ákveðin á fimm manna fundum.

SELJUM EKKI UNDAN OKKUR JÖRÐINA!

Sæll Ögmundur.. Ég fagna úrskurðinum varðandi Grímsstaði og þakka starfsfólki í ráðuneyti þínu fyrir að hafa staðið vörð um íslensk víðerni og ættjörðina.

ÞAKKIR

Kæri Ögmundur, Takk fyrir hugrekkið.. Helgi Hrafn Jónsson

VERÐMÆTASTA EIGNIN

Orusta er unnin, en ekki stríðið. Landið okkar er verðmætasta sameign þjóðarinnar og það er EKKI til sölu. Takk fyrir að standa vaktina og taka rétta ákvörðun.. Einar Bragi Indriðason.