VG Í KRAGA MÓTMÆLIR HUGMYNDUM PÉTURS
19.09.2013
Pétur H. Blöndal, alþingismaður er kominn af stað með gamalkunnan söng, búinn að endurheimta gamalt hlutverk sitt, sem formaður nefndar sem á að enduskoða kostnaðarþátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu.http://ruv.is/frett/vill-heildarendurskodun-a-sjukrakostnadi . Í fréttum RÚV í kvöld sagði hann að vel kæmi til álita að láta fólk borga þegar það er lagt inn á spítala en sem kunnugt er hefur það ekki tíðkast á Íslandi.