Árið 2006 var fædd sú hugmynd spekúlanta að vilja eignast Suðurlandsveg frá höfuðborgarsvæði að Selfossi. Ætlaðan einkaveg sinn ætluðu þeir að bæta en hirða veggjöld sér til arðs.
Byrjað var að sprengja fyrir Vaðlaheiðargöngum í gær. Forsætisráðherrann, sem þrýsti á hnappinn, sagði í fréttum Sjónvarpsins að „þetta hefði verið mjög skemmtilegt" enda „stór dagur í samgöngusögu Þjóðarinnar".. Það sem hefði verið „sérstakt við þetta verkefni var þetta mikla frumkvæði heimamanna og að þeir væru tilbúnir til þess að leggja í þetta áhættufé og borga jafnvel fyrir í framhaldinu...".
Framsókn tapar fylgi samkvæmt skoðanakönnunum en Íhaldið fitnar og blæs út. Alltaf sama sagan. Framsókn lýgur báða flokka inn á þjóðina en Íhaldið sér svo um að öll loforðin verði svikin.
Sammála greiningu þinni Ögmundur: "Getur það verið rétt að alvarlegustu efnahagsmistök Íslandssögunnar hafi verið að veita ungu fólki sem var að kaupa sína fyrstu ódýru íbúð verðtryggð lán með um 5% vöxtum?" . Jóel A.
Getur það verið að þú ætlir eina ferðina enn að vera röddin gegn múgæsingu peningafrjálshyggjunnar sem sér það sem mesta ógnun við stöðugleika ef hætt verður að okra á fólki? Svona var þetta fyrir hrun og af fjölmiðlum að dæma eru stjórnmálamenn úr ÖLLUM flokkum að taka undir þetta og skammast út í það að veitt skuli hafa verið sæmileg lán til fyrstu kaupa á lítilli íbúð eftir kosningarnar 2004.
Það jaðrar við að vera spaugilegt að fylgjast með ýmsum pótentátum bregðast við ásökunum um að Íbúðalánasjóði hafi verið um að kenna þenslan sem varð hér á landi í aðdraganda hrunsins.