Takk Kári fyrir frábæran pistil um áfengsmálin hér á síðunni í dálki Frjálsra penna. Ef frjálshyggjan vill vera sjálfri sér samkvæm þá er bensínstöðvarhugmynd þín prýðileg.
Í gær var haldinn annar opni hádigisfundurinn undir yfirskriftinni „Til róttækrar skoðunar".. Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á Landspítala og prófessor í sýklafræði, og Vilhjálmur Svansson, dýralæknir og veirufræðingur á Tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum, héldu erindi fyrir troðfullu Iðnó í Reykjavík.
Þakkarvert framtak að efna til umræðu um smitsjúkdóma sem gætu borist með innflutningi ferskra matvæla. Núverandi ríkisstjórn virðist nokk sama um hætturnar þessu samfara.
Í fyrramálið efna BHM og BSRB til opins morgunfundar um alþjóðlega viðskiptasamninga og mun ég þar gera grein fyrir þróun þessara samninga á undanförnum árum og hvað kunni að vera í húfi fyrir fyrir samfélagið og þá ekki síst launafólk.
Í morgunþátt þeirra Heimis og Gulla, Í Bítið á Bylgjunni, var mér boðið að ræða ferð sem ég tók þátt í ásamt tíu öðrum einstaklingum til Tyrklands í síðustu viku til að grafast fyrir um stöðu mannréttindamála þar í landi.. Slóð á samtal okkar er að finna hér: . . http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP52488