Fara í efni

Greinasafn

Nóvember 2018

MINNINGARBROT UM LÁTINN FRÆNDA

MINNINGARBROT UM LÁTINN FRÆNDA

... Ögmundur vann lengstum hjá Strætisvögnum Reykjavíkur, vinsæll maður, sem með hógværð og lunknum húmor hafði lag á því að láta öllum líða vel nærri sér.   Þannig man ég eftir frænda mínum þegar leiðir okkar lágu saman í Hólabrekku og síðar hjá BSRB á níunda og tíunda áratugnum. Mér þótti alltaf styrkur af því að eiga hann að frænda og vini ...
RÖKFASTUR KARL

RÖKFASTUR KARL

.. Karl var gestur þriðjudags Kastljóss Ríkissjónvarpsins ásamt Ólafi Stephensen, sem fyrir hönd hagsmunaðila í innflutningi talaði nú sem fyrri daginn fyrir óheftum innflutningi á grænmeti og hráu kjöti. Á honum var svo að skilja að allur vandi væri úr sögunni ef eftirlit væri fyrir hendi. Í þættinum vitnaði hann í ónafngreinda sérfræðinga og spurði hvort Karl vildi banna ferðamönnum að koma Íslands því vitað væri að þeir gætu borið með sér hættulegar bakteríur. Allt hefur þetta heyrst áður þótt ekki sé eins mikill vindur í mönnum og stundum fyrr. Karl svaraði því til, rökfastur sem endranær, að okkur bæri að ...
EES GEGN FÉLAGSHYGGJU- OG SAMVINNUHUGSJÓN

EES GEGN FÉLAGSHYGGJU- OG SAMVINNUHUGSJÓN

Ráðherrar í ríkisstjórn, einn frá Framsókn og annar frá Sjálfstæðisflokki, hamast nú við að mæra EES samninginn, hann sé “ sá mikilvægasti alþjóðlegi samningur sem við höfum gert.“  Alveg rétt. Hann er mikilvægur sem viðskiptasamningur. Hann hefur hins vegar gerst ágengari   inn á við   eftir því sem tíminn hefur liðið. Fyrst var áherslan á niðurfærslu tolla og samræmingu hvers kyns í sjálfu viðskiptaferlinu. Síðan hefur ...

HVERNIG MÁ ÞAÐ VERA...?

Ég get, fyrir mitt litla líf, ekki skilið hvernig á því stendur að ekkert virðist vera aðhafst vegna gegndarlausra jarðakaupa erlendra ríkisborgara á Íslandi. Allt er hljótt og ekkert fréttist af aðgerðum til að stöðva þetta. Og á meðan kaupa þeir sem geta það sem þá langar í og Íslendingar sem gjarnan vildu eignast jarðeignir en ráða ekki við að keppa við auðuga safnara, horfa magnlausir á. Ég skil vel að ... Halldóra
HVAÐ MEINAR FRAMSÓKN?

HVAÐ MEINAR FRAMSÓKN?

...  Þýðir þetta að Framsóknarflokkurinn ætli ekki að beita sér fyrir því að orkupakkanum verði hafnað heldur vilji hann innleiða pakkann með fyrirvara? Mig grunar að þau sem sögð eru hafa klappað fyrir ummælum formanns flokksins um þetta efni hafi skilið það svo að orkupakkanum yrði hafnað.  Ég leyfi mér að mælast til þess að afstaða Framsónarflokksins verði skýrð svo enginn þurfi að velkjast í vafa um asfstöðu flokksins ...

VEÐRAVÍSIR

Eftir veðrinu vonlaus bið, vatns af sósu leginn. Rok að ofan en regn á hlið, það rignir öllu megin! Kári
KONA FER Í STRÍÐ

KONA FER Í STRÍÐ

Það liggur við að ég skammist mín fyrir að vera fyrst núna að sjá mynd Benedikts Erlingssonar og félaga,   Kona fer í stríð.   En betra er seint en adrei og það á svo sannarlega við í þessu tilviki. Verðlaunaveitendur, á Norðurlöndum og víðar um heiminn, eru búnir að segja flest það sem segja þarf um þessa mynd með lofi sínu og prísi. Þá er fyrir okkur hin ...

DÓMSMÁLARÁÐHERRA OG FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ

Hér vandamálin versna enn vart liðið síðasta bitið. Nú dómstýran vill dæmda menn og drepa eftirlitið.   Höf. Pétur Hraunfjörð

SKÚLASKEIÐ Á ENDA EN VARLA VAXTANAUÐ

Á enda rann Skúla skeið er skelfingin á dundi. Og Icelandair jú bara beið á meðan WoW hrundi. Hér verðbólgu og vaxtanauð  verkalýðshreyfingin skoðar  Og vinnu uppá vatn og brauð valdaklíkan boðar.   Pétur Hraunfjörð  
SELJUM EKKI ÍSLAND!

SELJUM EKKI ÍSLAND!

Ég hvet ALLA til að undirrita undirskriftasöfnun sem hægt er að nálgast í gegnum netslóð hér að neðan. Hér gefst tækifæri til þess að skora á ríkisstjórn og Alþingi að setja lög sem sporna gegn stórfelldum uppkaupum á landi og að eignarhaldið færist út fyrir landsteinana. Ég fæ ekki annað séð en að þessar kröfur séu mjög vel ígrundaðar ...