02.04.2019
Kári
Eins og mörgum er kunnugt, hafa þeir sem hyggjast nú styðja „þriðja orkupakkann“ látið sannfærast af þeim rökum að íslenskir lagalegir fyrirvarar við innleiðinguna muni halda vel. Ég tel vera um misskilning að ræða, tel þvert á móti að þeir komi til með að verða algerlega haldlausir – þegar á reynir. Í Evrópurétti er vel þekkt regla sem kallast á frönsku „ Le principe de primauté du droit de l'Union européenne “ eða „reglan um forgang Evrópuréttar“. Hún merkir að komi til árekstra á milli réttar (laga) aðildarríkja (ESB) og Evrópuréttar er hafið yfir vafa að Evrópurétturinn er ævinlega ríkjandi. Réttur einstakra aðildarríkja víkur ...