Fara í efni

Greinasafn

Júlí 2019

HUNDRAÐ ÁR Í SIGTI

Mörg eru þau merkisár, mig svo lengi undrað. Þrjá ég tugi þigg á brár, þar með yfir hundrað. Kári
LÍFSEIGT ÞINGMÁL UM JARÐAKAUP

LÍFSEIGT ÞINGMÁL UM JARÐAKAUP

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 20/21.07.19. Í nóvember árið 2011 flutti Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þáverandi alþingismaður, eftirfarandi þingsályktunartillögu á Alþingi og fylgdi ítarleg og vönduð greinargerð: “Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta endurskoða lög og reglugerðir er varða uppkaup á bújörðum og öðru nytjalandi, svo og óbyggðum. Markmið með endurskoðuninni verði m.a. ... 

LJÓÐMÆLI UM AFMÆLI, ÞJÓÐARSJÓÐ OG ISAVIA

Tuttugu og níu taldi þar tilkomumikið er hlaðið. Í berjamó með börnum var og nálgast hundraðið. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
29 Í HUNDRAÐIÐ

29 Í HUNDRAÐIÐ

Mig langar til að þakka öllum þeim sem sendu mér kveðju í tilefni afmælis míns í dag - friends abroad thank you for your greetings. Ég óttast að ég muni ekki komast yfir að þakka hverju og einu ykkar sem sendu mér kveðju þótt ég gjarnan vildi. Þess vegna þessi þakkarkveðja til ykkar allra. Deginum höfum við varið með fjölskyldunni í bústað okkar undir Mosfelli, austast í Grímsnesi. Ég fékk dýrindis afmælisgjöf frá barnabörnum og frændsystkinum  ...

GÓÐ KVEÐJA

Væntumþykja voldug er í vísukorni mínu; er unaðar ég óska þér á afmælinu þínu. ... Kristján Hreinsson

17. JÚLÍ 2019

Hamingjuóskir færðu hér til hamingju með daginn. Þetta er frá Þóru og mér eigðu afmælisbraginn.   Höf. Pétur Hraunfjörð

BJARTSÝNI?

Í allri umræðunni um OP3 er fáum ljós sú staðreynd að ESB þarf ekki, frekar en aðrir, að seilast yfir lækinn eftir orku. Eftir um 3 ár eða svo þarf ekkert ríki að ásælast orkuauðlindir annarra, hana er næga að finna í bakgarðinum heima hjá hverjum og einum. Þetta er hægt að færa sönnur á hér heima og HÍ hefur lofað framtakið, gefið grænt ljós EN ekkert verður úr vegna þvermóðsku tæknistoðkerfisins. Hafsteinn Hafsteinsson
ÍSLAND OG FILIPPSEYJAR: HUGREKKI?

ÍSLAND OG FILIPPSEYJAR: HUGREKKI?

Mér er minnisstætt samtal við konu frá Filippseyjum sem ég átti fyrir ekki svo ýkja löngu. Hún starfar fyrir alþjóðaverkalýðshreyfinguna í Genf og er barátta fyrir mannréttindum einkennandi fyrir þankagang hennar. Nema þá helst hvað varðar hennar ættjörð. Við spjölluðum margt: “ Hvers vegna kjósa Filippseyingar annan eins drullusokk og ofbeldismann sem forseta lands síns?” , spurði ég. Þögn.Svo svar:   “Það hlýtur að vera einhver ástæða.” ...

ICELANDAIR BRÉF HRYNJA OG B.BEN Í ASÍUBANKA

Á flugmarkaði er fjandinn laus fjölmörg sjáum þreifin Nú Icelandair víst hallar haus á hálfvirði fáum bréfin. Tómur af viti er talinn en tækifæra sál Samt var ´ann valinn að sjá um bankamál.   Höf. Pétur Hraunfjörð.
Á ÞRÖNGUM SVEITAVEGUM OG Á DRÓNASÝNINGU

Á ÞRÖNGUM SVEITAVEGUM OG Á DRÓNASÝNINGU

Í vikunni hef ég verið á ferð á svæðinu við Bodensee í Baden-Württemberg í Suður-Þýskalandi. Þetta er mjög skemmtilegt svæði, merki um rótgróna menningu Mið-Evrópu hvarvetna að sjá – og landið yndislegt, tindar Alpanna víða sýnilegir, akrar, skóglendi, hæðótt land og slétt ber fyrir augu þegar ekið er um glettilega mjóa sveitavegina. Þegar umferðin var mikil hægði á henni þannig að bílalestirnar siluðust áfram. Svo rættist úr og hraðinn varð skaplegur. Svipað og á íslenskum vegum, hægagangur á almestu annatímum en síðan greiðfært. Ég ákvað að segja engum frá þeim Jóni Gunnarssyni fyrrum samgönguráðherra og Sigurði Inga núverandi samgönguráðherra sem eiga lausn ...