05.02.2020
Ögmundur Jónasson
Í dag og á morgun sæki ég fund í þingi Evrópusambandsins, sem vinstri flokkarnir, sósíalistar, kratar og græningjar standa að um málefni Kúrda undir fyrirsögninni: Evrópusambandið, Tyrkland, Mið-Austurlönd og Kúrdar. Fundurinn er formlega á vegum European Union Turkey Civic Commission, EUTCC. Þetta er nefnd sem sett var á laggirnar upp úr aldamótum til að fjalla um aðildarumsókn Tyrkja að Evrópusambandinu... Þetta er sextánda ráðstefnan á vegum nefndarinnar og er að jafnaði ein ráðstefna á ári. Þetta er þriðja ráðstefnan af þessu tagi sem ég sæki og þótt ég hafi verið hvattur til að koma er ég hér algerlega á eigin vegum í leit að fróðleik ...