16.02.2020
Ögmundur Jónasson
Nú, þegar ég sit á flugvellinum í Istanbúl í morgunsárið sunnudaginn 16. febrúar og bíð eftir flugi áleiðis heim til Íslands, eru tilfinningar blendnar. Annars vegar er Tyrkland túristans, iðandi mannlíf, fögur nattúra, rík saga og menning – allt sem best má vera. Ég þykist vita að svo sé. Sá heimur sem ég hef stigið inn í á undanförnum dögum er hins vegar ekki þessi heimur heldur allt annar heimur. Það er heimur fangelsana, skoðanakúgunar, brottreksturs úr starfi, þvingaðra búferlaflutnina og ofbeldis – af hálfu hverra? Af hálfu “löggæslunnar”! Ekki svo að sklija að ...