BETRA AÐ JAFNA EN AÐ SPÝTA Í
01.03.2020
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 29.02/01.03.20. Sitthvað er nú tínt til í réttlætingarskyni fyrir einkavæðingu banka í ríkiseigu. Slaki sé í efnahagslífinu og lífsnauðsyn að losa um fjármagn með þessum hætti, jafnvel taka, auk fyrirhugaðrar bankasölu, milljarðatugi að láni til að örva efnahagskerfið. Þá þurfi skattar á fyrirtæki að lækka í sama tilgangi. Innspýting heitir þetta á máli stjórnmálanna og þykir allra meina bót. Upp eru talin margvísleg þjóðþrifamál sem ...