Fara í efni

Greinasafn

Mars 2021

FJÓRÐA IÐNBYLTINGIN Á LEIÐINNI. ERU BORGARALAUN SVARIÐ?

Fjórða iðnbyltingin hefur hafið innreið sína og Covid herðir á því ferli. Tæknin er tilbúin að leysa mannshöndina af hólmi í stórum stíl. Borgaralaun eru oft nefnd sem svar við þessu. Hér er því haldið fram að Fjórða iðnbylting kapítalismans horfi ekki til framfara fyrir almenning og borgaralaun séu alls ekki svarið við vandanum ...
HIN ÓSÝNILEGU VIÐBRÖGÐ Í SPILAKASSAUMRÆÐU

HIN ÓSÝNILEGU VIÐBRÖGÐ Í SPILAKASSAUMRÆÐU

... Er ég þá kominn að erindi þessa litla pistils. Og það er til að segja frá því hve margir hafa haft samband síðustu daga - ekki opinberlega heldur í fullkominni kyrrþey -  til að segja frá illum afleiðingum spilafíknarinnar og í sumum tilvikum ættingjum eða mökum sem svipt hafa sig lífi eftir að spila frá sér og sínum öllum eignum sínum – og   að því er þau töldu   mannorði sínu.  Í mínum huga eru það allt aðrir sem eru á góðri leið að spila frá sér mannorðinu,   það eru ...

KAUPHALLARRAFMAGN OG EINKAVÆÐING LANDSVIRKJUNAR

Nú sem fyrr treysta íslenskir stjórnmálamenn á „minnisleysi“ kjósenda. Fjölmiðlar sem styðja stjórnmálin auðvelda það með því að fjalla ekki um mikilvæg mál og beina sjónum kjósenda í aðrar áttir. Á meðan eru margskonar „myrkraverk“ unnin af hálfu stjórnmála- og embættismanna. Það er kallað „gagnsæi“. En fyrirbærið nær ekki til kjósenda. „Gagnsæið“ merkir í raun upplýsingaskipti innan valdaklíkunnar og til vina hennar ...
BJÖRGUM ÞEIM

BJÖRGUM ÞEIM

Birtist í Morgunblaðinu 18.03.21. ... Þá erum við væntanlega að nálgast að geta bjargað heiðri og samvisku Alþingis, ríkisstjórnar landsins, æðstu menntastofnunar okkar, Rauða kross Íslands og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Og einmitt það er verkefnið: Að bjarga því fólki sem þarna ber ábyrgð.  Hvernig væri að efna til keppni um bestu lausnina þessum aðilum til hjálpar? Verkefnið gæti heitið   Björgum þeim.   Ég set hér fram fyrstu tillöguna ... 

ENDURSKILGREININGAR

Stórt er lítið stutt er langt, staðreyndir þó munum. Það er hvorki rétt né rangt, ræðst af hagsmununum. Alþingi verndar auðmagnið, að því Kristján vinni. Samherja hann sigldi á mið, söng með útgerðinni. Kári
OPIÐ BRÉF TIL FORMANNS SLYSAVARNAFÉLAGSINS LANDSBJARGAR

OPIÐ BRÉF TIL FORMANNS SLYSAVARNAFÉLAGSINS LANDSBJARGAR

Birist í Fréttablaðinu 16.03.21 Ég vil ávarpa þig beint sem formann Slysavarnafélagsins Landsbjargar vegna yfirlýsinga þinna í nafni félagsins í Fréttablaðinu síðastliðinn laugardag. Þar veitist þú að fólki sem haldið er spilafíkn í því skyni að finna fyrir því réttlætingu að gera sér veikindi þess að féþúfu. Þessi ummæli valda miklum vonbrigðum svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Því eindregnari stuðningsmenn ...
AMERICA IS BACK AGAIN!

AMERICA IS BACK AGAIN!

Bandaríkin eru aftur mætt til leiks, segir nýr forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, og boðar þar með íhlutunarstefnu af fullum krafti. Donald Trump, fráfarandi forseti, með öllum sínum göllum vildi fylgja einangrunarstefnu, draga heri Bandaríkjanna erlendis heim, draga úr framlagi til NATÓ, þvert á stefnu Obamas, Bush og Clintons – og nú Bidens. Bandaríkin eru mætt aftur til leiks eru skelfileg skilaboð ...

MEGHAN

Grátklökk hún gat ekki andað greiðleg svör og mikið vandað sagði of mikið fór yfir strikið en miljónum fyrir vikið landað. Sannleika ´ann sjálfsagt kann Þótt sjálfur ekki noti hann Við þekkjum öll manninn þann Þar ósvifnasta náungann. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
FEMÍNISTINN OG AÐALRITARINN

FEMÍNISTINN OG AÐALRITARINN

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 13/14.03.21. ...  Fyrir hálfri öld, kannski tæplega, þegar kvennahreyfingin var að hefja sig til flugs, trúði ég því að þess væri skammt að bíða að hætt yrði að tala um konur og karla í þessu samhengi, bara um malbik og velferð. Svo langt myndum við hafa náð í jafnréttisbaráttu þegar komið væri fram yfir aldamótin, hvað þá um tvo áratugi inn í tuttugustu og fyrstu öldina  ...
UM ALDURINN OG ÁRIN

UM ALDURINN OG ÁRIN

Mér hlotnaðist sá heiður í vikunni að vefmiðillinn lifdununa.is tók við mig viðtal um lífið og tilveruna að loknum vinnudegi. Reyndar var uppleggið aldurinn, hvað hann gerði okkur. Ég hélt því fram að aldur væri fyrst og fremst heilsa. Mest væri um vert að halda heilsunni. Ef hún bilaði ekki þá gætum við tekið því vel að eldast. Reyndar hefði ég þá trú að áratugurinn sem í hönd færi eftir að sjötíu ára aldri væri náð, væri sá skemmtilegasti! …