
GUNNLAUGUR STEFÁNSSON UM BLÓÐHEFNDINA
22.05.2024
Í byrjun vikunnar birti ég pistil á vísir.is og einnig hér á síðunni sem bar yfirskrift í spurnarformi: Hulda eða Stoltenberg? Þar velti ég vöngum yfir því hvernig það hafi getað gerst að íslensk stjórnvöld legðust eins eindregið og raun ber vitni á sveif með þeim sem vilja láta vopnin tala í ljósi þess að um áratugaskeið var andinn sá í landinu ...