Fara í efni
ÓLAFUR ÓLAFSSON LANDLÆKNIR KVADDUR

ÓLAFUR ÓLAFSSON LANDLÆKNIR KVADDUR

Eitt er víst að hefði ég verið staddur á Íslandi sem ég ekki er, þá hefði ég fylgt Ólafi Ólafssyni landlækni til grafar en útför hans fór fram frá Hallgrímskirkju í dag. Án efa hefur kirkjan verið þéttskipuð og á minningarsíðum Morgunblaðsins birtist mikill fjöldi greina. Þar er margt vel sagt. Enda frá mörgu að segja um þennan mann sem aldrei varð fyrrverandi landlæknir því titlinum hélt hann í huga þjóðarinnar til dauðadags, löngu eftir að hann lét af embætti.  Skýringin er sú að ...

VINSTRI GRÆN OG STÆKKUN NATO

Eftirfarandi grein er stíluð til félaga í Vinstrihreyfingunni grænu framboði og birtist fyrst 9. maí á vettvangi þeirra. Þar sem ég tel hana eiga erindi út fyrir raðir Vinstri grænna hef ég farið fram á að hún birtist hér á þessum opna vettvangi. Í meðfylgjandi grein í Kjarnanum frá 6. maí stendur þetta: „Íslensk stjórn­völd styðja þær ákvarð­anir sem þjóð­þing Finn­lands og Sví­þjóðar munu taka varð­andi aðild að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu (NATO). Engin breyt­ing hefur orðið á sam­þykktri stefnu Vinstri grænna (VG). Þetta kemur fram í svari ...
HÓPREFSING

HÓPREFSING

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 07/08.05.22. ... Má ekki ætla að samræðan sé líklegri til langtíma árangurs en vináttuslitin?  Þetta eru stórmál sem við hljótum að þurfa að ræða en láta ekki ráðamenn fara sínu fram í okkar umboði, en umboðslaust sem gerist ef engin almenn umræða á sér stað.  Það hefur djúpstæð áhrif á fólk að finna fyrir útskúfun og óvild vegna kynþáttar, trúarbragða eða þjóðernis. Slíkt gleymist seint ...
FORVITINN Á JÁKVÆÐAN HÁTT

FORVITINN Á JÁKVÆÐAN HÁTT

...  Þessar línur set ég hér til að votta Leifi Haukssyni virðingu mína en jafnframt til að koma á framfæri einnig hér á þessari síðu eftirfarandi samantekt sem RÚV hafði á dagskrá í dag. Þessi rúmlega tuttugu mínúntna dagskrá með umsögnum samstarfsmanna Leifs Haukssonar er einstaklega góð og falleg – og sönn ...

VG KOMI HEIÐARLEGA FRAM

Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ... Jóhannes Gr. Jónsson
AÐ BORÐA BÚDDA

AÐ BORÐA BÚDDA

Það er nokkuð um liðið frá því ég las bók Barböru Demic,  Að borða Búdda   en kem því nú fyrst í verk að fara um hana nokkrum orðum. Geri það eiginlega fyrst og fremst sjálfs mín vegna, skapa mér tilefni til að hugleiða boðskap höfundarins sem lagði ekki lítið á sig til að koma honum á framfæri. Áður en lengra er haldið langar mig til að  þakka bókaútgáfunni Angústuru sérstaklega fyrir að ...

HVAR ERU MÁLSVARAR SKYNSEMI?

Af fréttavakt Vísis 3. maí:   “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum."  Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara  auli að aulast? Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í  ... Jóel A. 

EVRÓPUSAMBANDIÐ OG ÞRIÐJA RÍKIÐ - RITSKOÐUN -

Eitt er að hafa skoðun annað að hafa ritskoðun. Þótt ást og hatur virðist við fyrstu sýn vera andstæðar tilfinningar hafa vísindamenn á sviði taugalíffræði komist að þeirri niðurstöðu að sömu rásir í heilanum tengist bæði ást og hatri. Þá benda rannsóknir í sálfræði til þess að því dýpri sem „ástin“ er þeim mun meira sé „hatrið“. Þetta tvennt virðist því fara saman.  Nútildags eru tjáðar skoðanir sem ekki fylgja valdinu í blindni flokkaðar sem „hatursorðræða“...

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN

Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum en samstöðuna nú almennt mögnum sjáum erfiða tíma við verðlag glíma og kaupmáttarskerðingum höfnum. Spillingin leikur enn lausum hala líka hjá stjórnarliðinu Þeir eignir okkar undir sig mala og eru með í spilinu. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
ÞÖRF Á YFIRVEGUN Í STAÐ STRÍÐSÆSINGA

ÞÖRF Á YFIRVEGUN Í STAÐ STRÍÐSÆSINGA

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 23/24.04.22. Fyrir réttum fjórum árum, í apríl 2018, fór fram atkvæðagreiðsla í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um hvað gera skyldi vegna ásakana um að stjórnvöld í Sýrlandi hefðu beitt efnavopnum. Í öllum höfuðfréttaveitum hins vestræna heims var talað um eina tillögu sem atkvæði hefðu verið greidd um ...