HVAÐ ER TIL RÁÐA EF VIÐ VILJUM EKKI STUÐIÐ?
17.09.2020
Páll Óskar Hjálmtýsson, hljómlistamaður með meiru, er með allra geðþekkustu mönnum og held ég að óhætt sé að segja að hann sé einn þeirra sem elskaður er af þjóðinni. Það er eflaust skýringin á því að milliliður á orkumarkaði flíkar honum nú mjög í augslýsingaherferð sem eflaust kostar sitt. Orkusalan, sem svo er nefnd, er slíkur milliliður og hefur á að skipa myndarlegri sveit starfsmanna eins og sjá má á heimasíðu. Þetta fyrirkomulag byggir á viðskiptamódeli sem fylgdi fyrstu orkupökkunum þar sem kveðið var á um aðgreiningu á framleiðslu, dreifingu og smásölu á raforku. Með því að fá okkur til að taka þátt í meintu stuði ...