22.12.2020
Ögmundur Jónasson
... Þó vil ég segja að KK og Ellen eru í mínum huga eins og englar þegar þau birtast með sinn fallega söng og útgeislun. Sigríður Thorlacius er líka frábær, Megas orðsins maður par excellens, aðdáandi Pálma hef ég alltaf verið og verð. Svo er það Baggalútur. Þeir eru í mínum huga sér á parti, stórskemmtilegir og húmorinn witty eins og enskumælandi menn myndu segja, það er í honum vit. Svo er þeirra húmor líka góðviljaður. Baggalútur hittir í mark án þess að meiða nokkurn. Húrra fyrir Baggalúti! Svo þyrfti náttúrlega sér kafla um Benedikt Erlingsson ...