Fara í efni

Í FYRSTA, ÖÐRU, ÞRIÐJA OG FJÓRÐA LAGI

Í fyrsta lagi má spyrja hvort réttlætanlegt sé að setja stórar upphæðir (einn og hálfan milljarð) í að auglýsa Ísland nú þegar við opnum landið fyrir túrisma á nýjn leik. Stóð ekki til að gera það hægt og rólega?   Í öðru lagi má spyrja hvort sú ríkisstjórn sé með fullum mjalla sem fjármagnar auglýsingaherferð sem byggir á því að útvarpa á víðavangi öskri og góli sem fólki erlendis er boðið að senda Íslandsstofu. Í þriðja lagi og í ljósi þess að þetta er hluti af efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar vegna veirufaraldursins(!!!) má spyrja hvort braggastráin ... Jóhannes Gr. Jónsson    

FÖSTUDAGSREISA

Föstudaginn 10. júlí fóru fjórir mis-aldraðir karlar í bíltúr frá höfuðborgarsvæðinu austur í sveitir, eða eins og sumir segja: „austur fyrir fjall‟. Ekkert þurftu þeir að borga í ríkissjóð fyrir það eitt að fara að heiman, því alþingi okkar Íslendinga hafði ekki auðnast að setja lög um slíkt áður en allir þar á bæ voru sendir heim í sumarleyfi. Veður var með besta móti, logn og blíða sumarsól, er ekið var austur um Hellisheiði á löglegum hámarkshraða. Ferðafélagarnir voru þeir Hafsteinn Hjartarson, Svanur Halldórsson fyrrum leigubílstjori, Sigurjón Antonsson og bílnum ók af öryggisástæðum sá yngsti í hópnum og  hann hafði áður fyrr ekið um í ... Sigurjón
AÐFERÐ SIGURÐAR NORDALS

AÐFERÐ SIGURÐAR NORDALS

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 18/19.07.20. Skrif hafa verið í blöðum að undanförnu um að nú ríði á að laða “afburðafólk” utan úr heimi hingað til lands, einn vill leggja íslensku af sem þjóðtungu svo við sköpum slíku fólki engin óþarfa vandræði, annar vill sérstakar skattaívilnanir afburðafólkinu til handa, sem reyndar hefur ratað inn í skattapakka Bjarna fjármálaráðherra “vegna Covid” eins og sumt annað sem nú er brallað í skjóli þeirrar veiru. Ekki vil ég gera lítið úr því hve  ...
SENDIBOÐI ANGÚSTÚRU

SENDIBOÐI ANGÚSTÚRU

... Núna var það Japan. Sendiboðinn heitir bókin og er eftir Yoko Tawada. Þetta er önnur bókin eftir hana sem Angústúra gefur út, hin fyrri nefndist Etýður í snjó. Þar voru ímyndunaraflinu engin takmörk sett og hið sama er uppi á teningnum nú. Sendiboðanum er lýst sem vísindaskáldsögu. Ég veit varla hvað mér fannst meðan á lestrinum stóð. En þótt aðeins vika sé liðin frá því ég las bókina þá ...  

"HEIMABRUGGUÐ STJÓRNSKIPUN", SAMRUNI ORKU(PAKKA)FYRIRTÆKJA Í EVRÓPU OG MAFÍUSTARFSEMI

Í umræðum á Internetinu og víðar má stundum sjá því fleygt fram að Íslendingar muni ætíð halda orkulindum sínum. Sú fullyrðing er eins mikið öfugmæli og nokkuð getur verið. Oft sést þessu haldið fram í tengslum við orkupakka ESB. Þá virðast sumir líta svo á að innri orkumarkaður Evrópu sé þannig gerður að hann tengist ekki öðrum mörkuðum. Það er að sjálfsögðu einnig rangt.  Þannig er málið vaxið að með fjölgun orkupakkanna eykst sífellt þrýstingur á frekari markaðs- og ...
ODDNÝ EIN Á VINSTRI VAKTINNI

ODDNÝ EIN Á VINSTRI VAKTINNI

Fyrir þinglok fór fram söguleg atkvæðagreiðsla á Alþingi. Einhvern tímann hefði hún alla vega þótt það. Samþykkt var með stuðningi þingmanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, VG auk Viðreisnar, að ráðast í svokölluð “samvinnuverkefni” í samgöngumálum ... Samvinna af þessu tagi hefur verið kölluð einkaframkvæmd ...  Það merkilega er að allir eru stjórnarflokkarnir að svíkja sína umbjóðendur ...

KOSNINGAHEGÐUN

Þó valdaklíkan sé valtari í sessi, vélráðin kjósendur lama. Við kjörborðið ertu þrællinn þessi, þar muntu velja hið sama. ... Kári

BAKKAFLOPPIÐ.

Skrýtin var átthagaástin bundin við Húsavík, óskin um að geðugur smábær umbreyttist í miðstöð stóriðju. Vegir ástar eru órannsakanlegir. 360.000 tonna álver á Bakka var þó draumur sem brást, en helmingur af 66.000 tonna sílikonfabrikku reis þó sem bót í máli. Draumbót í bili a.m.k. Ágalli er sóðabruni kolafjalla og ógeðfelldar vinnuaðstæður illa haldinna starfsmanna. Afurð má þó ekki aðeins nýta í hernaðartól, vopn og efnabras eitrað. Má jafnvel nýta uppbyggilega líka.  PCC á Bakka var talin skömm skárri, ríkið albúið til styrktar og Landsvirkjun ekki síður, jafnvel lífeyrissjóðir líka.   Við pólitískan samfögnuð hróflaði PCC upp fabrikku sinni, rekstur hófst  ...

ER EITT ÁR Í KOSNINGAR?

Með kapítalismann í kjöltu sinni og kosningar að vori Á raunir þeirra og ræfildóm minni að treysta þeim ei þori. Höf. Pétur Hraunfjörð.  
ER VERIÐ AÐ JARÐA EIGNARRÉTTINN?

ER VERIÐ AÐ JARÐA EIGNARRÉTTINN?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 04/05.07.20. ...  Uppi hafa verið kröfur í þjóðfélaginu um að afgerandi bann yrði sett við eignasöfnun í landi. Svo hefur ekki verið gert og hélt forsætisráðherra því ranglega fram við atkvæðagreiðslu um frumvarpið að nú hefði kalli þjóðarinnar verið svarað. Því fer fjarri! ...