Ef dæma skal af þeim lesendabréfum sem mér hafa borist í dag þá er fólki heitt í hamsi út af framkomu Impregilo og samstarfsaðila við verkamenn á Kárahnjúkum.
Komdu sæll Ögmundur minn.Mikið er ég farin að furða mig á þessum fréttum frá Kárahnjúkum. Uppi á íslenskum reginfjöllum virðast þeir vera að striplast um klæðalitlir þessir vesalings verkamenn sunnan úr álfum.
Komdu sæll Ögmundur.Þeir sem nenna að setja sig inn í ráðslag forsvarsmanna og fulltrúa ítalska verkatakafyrirtækisins á austfirska hálendinu gagnvart verkamönnum komast fyrirhafnarlítið að því að þeir eru dónar uppá íslensku. Meira að segja silkihúfur Landsvirkjunar hafa áhyggjur, en þeir láta yfirleitt ekki smotterí eins og aðbúnað erlendra verkamanna koma sér úr jafnvægi.
Sæll Ögmundur. Nú er áratugur frá því alþýðuflokksmenn samþykktu með sjálfstæðismönnum og skoðanabræðrum þínum sumum hverjum, að upp skyldi tekið tveggja þrepa virðisaukaskattskerfi.
Sæll Ögmundur. Áhugaverð greinin um teboð Óðins Jónssonar, þrautreynds dagskrárgerðarsmanns hjá Rás 2, og umhugsunarverð eins og fleira á ljósvakanum þessa dagana.
Um heim allan er um það deilt hvort einkavæða eigi vatnið. Þessar deilur fara fram á löggjafarsamkundum, í sveitarstjórnum og annars staðar þar sem ákvarðanir eru teknar um eignarhald á vatnsbólum.
Í laugardagsútgáfu Morgunblaðsins er stórfróðlegt viðtal við tvo bandaríska þingmenn frá Kaliforníu um hin "herfilegu mistök" við einkavæðingu raforkunnar.