Sæll Ögmundur og þakka þér fyrir öfluga heimasíðu. Tilefni þess að ég sendi inn þessa línur er það að ég sá að þú vitnaðir þar til fréttar í Morgunblaðinu af raforkuráðstefnu VFÍ og TFÍ sem haldin var 20.nóvember sl.
. Sæll Ögmundur. Nokkrir núverandi og fyrrverandi þingmenn svokallaðra jafnaðarmanna hafa haldið á lofti nýrri framtíð i heilbrigðismálum landsmanna, bæði framtíð þeirra sem hafa ráð á henni og hinna sem fyrirsjáanlegt er að verða fyrir barðinu á nýfrjálshyggjunni.
Formaður Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, fær á sig harkalega gagnrýni í bréfi frá Ólínu í dag fyrir að daðra við einkavæðingu heilbrigðiskerfisins.
Upplýst hefur verið að tveir æðstu stjórnendur Kaupþings Búnaðarbanka hafa hvor um sig keypt hluti í bankanum fyrir rúmar 950 milljónir króna, samkvæmt samningum við eigendur, á gengi sem er langt undir markaðsgengi.
Mjög athyglisverðar vangaveltur er að finna i hugleiðingum Þrándar i dalkinum Spurt og spjallað i dag. Hann sér sparnað i nýju samhengi og Rússagullið líka: " Í stað þess að Landsbankinn gefi börnum þjóðarinnar tíkall, gefur þjóðin Landsbankann mönnum sem kunna að gæða þær rúbblur, sem þeir hafa þénað hjá Rússum, nýju lífi.
Nú á dögum er ekkert grín að brjóta hin æðri rök tilverunnar til mergjar – einkum þann hluta þeirra sem snýr að peningum - , nokkuð annað en áður fyrr á æskudögum Þrándar.
Frá þriðjudegi til föstudags hefur staðið yfir fundur í stjórn PSI en þar á ég sæti. Stjórnarmenn koma frá öllum heimshornum en samtals eiga aðild að samtökunum 20 milljónir, allt starfsmenn innan almannaþjónustunnar.