Birtist í Mbl. 10.05.2003Í aðdraganda kosninganna hefur verið horft mjög til skattamála. Því miður hafa stjórnarflokkarnir og Samfylkingin sem boða minni tekjur ríkisins með skattatillögum sínum ekki verið krafðir nægilega svara um hvar þeir ætli að skera niður eða að hvaða marki þeir ætli að mæta niðurskurðinum með auknum þjónustugjöldum.
Tilraunir forsvarsmanna Útgerðarfélags Akureyrar til skoðanakúgunar eru forkastanlegar. Í lesendabréfi í dag brýnir Ólína verkalýðshreyfinguna til að rísa upp gegn yfirgangi útgerðarforstjóranna og tilraunum þeirra til að stýra starfsmönnum í kjörklefunum.
Fyrir alþingiskosningar beina aðskiljanleg samtök spurningum til stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka og óska eftir afstöðu þeirra til málefna sem tengjast viðkomandi samtökum.